Dvöl - 01.07.1946, Síða 33

Dvöl - 01.07.1946, Síða 33
t) V Ö I- Í75 til að koma honum úr rúminu og það þarf að minnsta kosti amer- íska herinn til að fá hann til að gera nokkuð“. íbúar San Francisco tóku eyði- leggingu jarðskjálftans með býsna mikilli rósemi, en eftirköstin voru samt afdrifaríkust: Alls staðar gaus upp eldur og voru orsakir hans sprungnar gasleiðslur, skammhlaup í rafmagni og ofnar, sem ultu um og eyðilögðust. Þegar slökkviliðsmennirnir voru búnir að tengja slöngurnar við brunahan- ana, gláptu þeir bara á tóma stút- ana. Jarðskjálftinn hafði eyðilagt vatnsleiðsluna. Níu tíundu af hús- um í borginni voru timburhús, og þau fuðruðu upp eins og arfasátur. Svo náðu eldarnir saman og mynd- uðu eitt allsherjar eldhaf. Menn unnu af ofurkappi að því, að bjarga særðum mönnum úr rústunum, áður en þeir yrðu eld- inum að bráð. Maður nokkur, sem var fastklemmdur undir hrúgu af hrundu timbri, grátbændi björg- unarmennina um að skjóta sig, því hann sá að þeir voru umkringdir logum. Þó var það ekki fyrr en þeir voru sjálfir orðnir skaðbrenndir, að þeir miskunnuðu sig yfir hann með kúlu i höfuðið. Eldurinn eyðilagði miskunnar- laust allar hinar þéttstæðu bygg- ingar sunnan við Market Street og fiskaöi sig áfram inn í viðskipta-, skemmtana- og gistihúsahverfið. Kínverjahverfið, þéttbýlasti stað- ur Ameríku, varð eldinum að bráð. Ópiumknæpurnar urðu loksins ruddar, í fyrsta skipti í mörg ár. ítalirnir, sem bjuggu á Telegraph Hill, brutu upp vínámurnar og slökktu glæðurnar sem bárust á húsþök þeirra, með pokum vættum í víni. Allan miövikudaginn hélt eldur- inn áfram að geisa — og alla fimmtudagsnóttina. Einnig fimmtu daginn og föstudagsnóttina. Á föstudaginn var mestur hluti „gömlu“ San Francisco brunarúst- ir, og enn hafði ekki tekizt að stöðva útbreiðslu eldsins. Stórt íbúðarhverfi í vesturhluta borgarinnar var enn óskaddaö, og þar ákváðu hinir langþreyttu slökkviliðsmenn að gera síðustu tilraun til að stöðva eldinn. Húsa- röð, sem var hálfur annar kíló- metri á lengd, var sprengd í loft upp, og þeir vonuðu að eldurinn næmi staðar við grjóthrúgurnar. Sjó var dælt upp úr flóanum. Slökkviliðsmennirnir vöfðu sig vot- um ábreiðum og beindu slöngun- um á rústirnar, jafnóðum og í þeim kviknaði. Aðrar slöngur voru not- aðar til að kæla mennina og halda þeim votum og til að kæla dæl- urnar. Önnur úrslitaorrusta var háð í hafnarhverfinu við endann á Market Street, og börðust þar her- menn, sjómenn, sjóliðar og sjálf- boöaliðar. Þar varð yfirleitt bjarg- að öllum bryggjum og skipalægj-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.