Dvöl - 01.07.1946, Page 35

Dvöl - 01.07.1946, Page 35
DVÖL 177 ar náttúruhamfarir, seldust dýr- um dómum sem minjagripir. Nefndir voru settar á stofn til að stjórna hjálpar- og viðreisnar- starfinu. Aðrar borgir, önnur lönd, ameríska ríkisstjórnin og fjöldi einstaklinga lögðu fúslega fram sinn skerf. Tiltölulega fáir menn höfðu farizt: 425 höfðu dáið og auk þess nokkur hundruð særzt. Hið efnalega tjón var metið á 500 milljónir dollara. Jarðskjálftinn sjálfur hafði þó ekki valdið beint nema 15% af því tjóni, eldurinn sá um hitt. Þetta voru dýrustu náttúruhamfarir, sem um getur. Nærri því 13 ferkílómetra svæði með 500 húsahverfum og 28 þúsund byggingum hafði eldurinn lagt undir sig, og 200 þúsund manns voru heimilislausir. Endurbyggingin gekk undra fljótt. Allt vatnsleiðslukerfið var endurskipulagt, þannig að lagnirn- ar voru tvennar, aðrar til venju- legra nota og hinar að brunahön- unum. Auk þess voru byggðir vara- vatnsgeymar hingað og þangað um borgina og komið fyrir hentugum útbúnaði til að dæla upp sjónum. í ýmsum byggingum var komið fyrir hentugum útbúnaði til að dæla upp sjónum. í ýmsum bygg- ingum var komið fyrir vatnsgeym- um, dæluútbúnaði og brunnum í kjallaranum. Vátryggingarfélögum í Ameriku og Evrópu fékk að blæða vegna þessa. Sum þeirra gátu ekki greitt skaðabæturnar. Meðan öll þessi ósköp gengu á sat fyrverandi San Francisco-búi, blaðamaðurinn Will Irwin, í skrif- stofu blaðsins „Sun“ í New York í átta daga og ritaði glögga og á- hrifamikla lýsingu á viðburðunum — byggða á fregnum þeim, er bár- ust og með hliðsjón af nákvæmum kunnugleika á borginni. Lýsingar þessar voru snilldarverk og út- dráttur úr þeim „Borgin, sem hvarf“, barst um alla Ameríku. Þremur árum seinna gátu San Francisco-búar talað með hreykni urn „Borgina, sem reis upp aftur“. Þá var hún að mestu leyti endur- byggð og á góðum vegi inn á nýtt blómaskeið. S. K. Þýddi. Mannlífsspeki: t Allar góðar manneskjur eru tvíráöar. — Compoamer. Maður, sem predikar siðgæði er venjulega hræsnari, og kona, sem innir það hlutverk af höndum, er venjulega ófríð. — Oscar Wilde Menntun er það, sem eftir verður, þegar allt. sem lært hefur verið, er gleymt. — Oscar Wilde.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.