Dvöl - 01.07.1946, Side 42

Dvöl - 01.07.1946, Side 42
184 DVOL EVELINE James Joyce. Hún sat við gluggann og horfði á rökkrið færast yfir. Höfuð henn- ar lá upp við gluggatjöldin. hún fann lykt af rykugu baðmullar- efni. Hún var þreytt. Fátt fólk gekk fram hjá. Maðurinn í næsta húsi var á leið heim, hún heyrði fótatakið á steinstéttinni og heyrði þegar hann gekk eftir malar- stígnum heim að nýja rauða hús- inu. Einu sinni var þar völlur, þau léku sér þarna við krakkana. Svo keypti maður frá Belfast völlinn og reisti þar hús — ekki eins og húsin þeirra, litil og brún, heldur múrsteinshús með gljáandi þök- um. Krakkarnir í götunni léku sér á þessum velli — Devines, Waters, Dunns, litli Keogh, Krypplingurinn og hún, bræður hennar og systur. Ernest lék sér aldrei með þeim: hann var of gamall til þess. Pabbi hennar rak þau stundum út af vellinum með reyrprikinu sínu, en venjulega var litli Keogh á 'Verði og gerði þeim aðvart þegar hann sá föður þeirra koma. Þrátt fyrir það höfðu þau verið hamingjusöm þá. Pabbi hennar var ekki eins óþolandi þá og þá var móðir þeirra líka á lífi. Það var langt síðan það var, hún, systur hennar og bræður hennar voru orðin full- orðin, mamma hennar var dáin. Tizzie Dunn var líka dáin, og Waters-fólkið var aftur farið til Englands. Allt breytist. Og nú ætl- aði hún burt eins og hin, ætlaði að fara að heiman. Heiman! Hún virti herbergið fyrir sér, hún sá húsgögnin, sem hún hafði dustað af rykið einu sinni í viku í mörg ár, hvaðan kom allt þetta ryk? Ef til vill sæi hún þetta aldrei framar, þetta sem hana hafði aldrei dreymt um að skiljast Jam.es Joyce er írskur rithöfundur f. 1882og d. 1941. Hann ólst upp í Dublin og mótaðist af katólskum lífs- viðhorfum og þjóðfrelsisanda. En um miðjan aldur flutti hann til megin- landsins og bjó eftir það ýmist í Ztir- ieh og París. Hann þjáðist af meinleg- um augnsjúkdómi, sem gerði hann nær blindan af og til. Fyrsta skáldverk hans var ljóðasafn er nefndist Cham- ber m.usic, en mestri frægð náði hann með smásagnasafni sínu Dubliners (Dublin-sögur). Talið er, að Joyce hafi haft víðtæk áhrif á bókmenntir nútímans með hinum sérstaka frá- sagnarstíl er hann beitti.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.