Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 44

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 44
186 DVOL krakkarnir tveir sem hún átti að gæta færu nógu snemma í skólann og fengju að borða á vissum tíma. Þetta var þrældómur — þrælalíf — en núna þegar hún var í þann veg- að skiljast við þetta allt saman þá fannst henni það ekki eins bölvað og áður. Og nú ætlaði hún að byrja að lifa nýju lífi með Frank. Frank var góður drengur, opinskár og vildi allt fyrir hana gera. Hún færi með honum í kvöld út á hafið, til þess að giftast honum og búa með honum í Buenos Ayres, þar yrði hemili hennar. Hún mundi það greinilega þeg- ar hún sá hann fyrst, hann leigöi í húsi við aðalgötuna, hún kom þar stundum í heimsókn til fólks. Henni fannst það hafa skeð fyrir nokkrum vikum. Hann stóð við hliöið, derhúfan var aftur á hnakka og hárið ógreitt, andlitið var brúnt. Þau höfðu kynnzt smátt og smátt. Hann beið eftir henni skammt frá búðinni á kvöldin og fylgdi henni heim. Hann bauð henni í leikhús, hún var hreykin að sitja í beztu sætunum, hún var því óvön. Hann var mjög hrifin af hljómlist og söng dálítið. Fólkið vissi að þau voru að draga sig saman. Hún roðnaði þegar hann söng um stúlk- una og sjómanninn. Hann kallaði hana í gamni Poppens. Fyrst í stað hafði henni þótt þaö spennandi að piltur væri hrifinn af henni, svo hafði henni farið að þykja vænt um hann. Hann sagöi henni sögur úr fjarlægum löndum. Hann byrjaði sem hjálparmatsveinn, óg fékk pund á mánuði, á skipi Allan- iínunnar, sem sigldi til Kanada. Hann sagði henni hvað skipin hétu, sem hann hafði siglt á og hvað hann hefði gert. Hann hafði farið gegnum Magellan-sund og hann sagði henni sögur af hinum hræðilegu Pakigóníumönnum. Nú hafði hann setzt að í Buenos Ayres og hafði skroppið að gamni sínu til gamla landsins. Faðir hennar hafði auðvitað komizt að sam- drætti þeirra og hafði stranglega bannað henni að tala við hann. „Ég þekki þessa sjómenn“, sagði hann. Einu sinni hittust þeir og hann húðskammaði Frank, og eftir það hittust þau leynilega. Það var farið að dimma. Hvít umslögin sem voru í kjöltu henn- ar sáust aðeins. Annað var til Harry, hitt til föður hennar. Ern- est hafði verið eftirlætisgoð henn- ar, en henni þótti líka vænt um Harry. Faðir hennar var orðinn gamall í seinni tíð, hann mundi sjá eftir henni. Stundum var hann góður við hana. Fyrir skömmu var hún í rúminu einn dag og þá las hann fyrir hana drengjasögu og ristaði handa henni brauð. Og einu sinni fóru þau skemmti- ferð upp í sveit, það var þegar móðir hennar lifði, þau fóru upp á Houth-fjallið. Faðir hennar hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.