Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 49

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 49
D VÖL Syau Shun vantaði. Hann var myrkfælinn. Á dimmum stöðum lágu rauðeygðir djöflar í leynum — hann var ófáanlegur til að fara inn. Þegar Er Lau Laú var komin inn í myrkvað húsið, þóttist hún viss um, að einnig mundi oröið dimmt úti. Henni datt því ósjálf- rátt í hug, hve notalegt myndi nú vera að halla sér, og hún bauðst til að fara heim með Syau Shun. En það var aðeins vegna Er Lau Lau, að Er Jye hafði ráðizt í að bjóða gestum með sér. Hverjum var ekki ljóst, að Er Lau Lau var komin á grafarbakkann, og ef hún sæi ekki talmyndina í þetta sinn, hvað myndi hún þá taka til bragðs í öðru lífi, ef Yen Wang, konung- ur undirheima, skyldi inna hana eftir því fyrirbrigði? Það var skot- ið á fjölskylduráðstefnu til að ræða þetta. Það gat ekki gengið, Er Lau Lau mátti ekki fara. Hvað Syau Shun snerti, þá myndi þjóð- ráð að kaupa handa honum fá- eina sælgætismola. Ef hann æti sælgæti, fengi hann náttúrlega ekki séð rauðeygðu púkana. Þann- ig var úr málinu leyst. Sz Yi studdi Er Lau Lau, San Jyou Ma teymdi Syau Shun, Er Jye kallaði á Syau Tu og Sz Gou Dz. Þau fálmuðu sig áfram í myrkrinu. Þau, er fyrst fóru, köll- uðu, hin hóuðu á móti. Það átti að vísa þeim til sætis, en þau voru öll staðráðin í að velja sér sæti eftir eigin geðþótta. Þau tróðust Í9Í aftur á bak og áfram, sneru snögg- lega til vinstri og svo aftur til hægri. Þau skiptu sér, en hópuð- ust svo aftur saman. Munnur Er Jye varð þurr, og henni fannst tungan vera að skrælna. Er Lau Lau púaði og stundi, Sz Gou Dz öskraði og hrein eins og þruma. Svitinn brauzt út á enni miðasal- ans. Hin nýkomnu góndu á mann- söfnuðinn, en láðist að gefa mynd- inni gaum. Öðrum áhorfendum gramdist hávaðinn og reyndu að þagga niður í þeim, en ekki tókst að fá Er Jye ofan af því að grenja leiðbeiningar til fólks síns. Hún átti vanda til að tala sérlega hátt á almannamótum, líkt og væri hún úti á víðavangi. Loks, þegar geymirinn í vasaljósi sætaþjónsins var þrotinn, tóku þau öll að hrúgast í sæti. Umstangið var þó enn ekki á enda. Ekki var hægt að sniðganga hæversku og virðing, auk þess voru þau stödd á opinberum stað. Er Lau Lau átti að ganga á undan fyrir aldurs sakir og hefði því átt að setjast innar. En Sz Yi var ömmusystir, og Er Jye var elzta systir og sú, er veitti. Lægst að metorðum var San Jyou Ma, sem var tengda- dóttir, og Syau Shun og hinir voru börn. Hvernig átti nú að úthluta sætum, svo að vel sæmdi? Þau rif- ust, ýttust á og létu undan og klykktu út með því að skjóta máli sínu undir úrskurð þeirra, er næst sátu. Eftir mikið vafstur fannst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.