Dvöl - 01.07.1946, Side 52

Dvöl - 01.07.1946, Side 52
194 DVÖL Undarlegir sjúkdómar, slysfarir, dauðsföll og peningahvörf fylgdu um skeið konu nokkurri, sem þó er dauð drottni sínum fyrir um það bil 3500 árum. Þetta virðist ó- trúlegt, en nú skuluð þið dæma sjálf: Þessi kona, sem er merkt í spjaldskrá British Museum númer L 22,542, var egipzk kóngsdóttir og kvenprestur við hof guðsins Am- mon-Ras í Tebe. Smyrlingur hennar eða múmía var grafinn upp í byrjun nítjándu aldar. Nokkrum dögum eftir að hún fannst, skaðaði einn af meðlim- um rannsóknarleiðangursins hægri handlegg sinn. Annar dó úr ein- hverri óþekkjanlegri veiki þetta sama ár. Þriðji var myrtur skömmu seinna. Þegar eigandi múmíunn- ar kom aftur heim til Englands, fékk hann þær fréttir, að öllum fjármunum hans hefði verið rænt frá honum. Þegar múmían kom til Lundúna MÚMÍA kóhgáctcttir var hún látin í umsjá ljósmyndara nokkurs, sem kom skömmu seinna þjótandi til eiganda hennar viti sínu fjær af hræðslu. Hann hafði ljósmyndað múmíuna, framkallað myndina og fullgert hana. Enginn hafði hreyft myndavélina, eða komið inn í myrkraklefann, með- an hann var að því. En myndin sýndi ekki vafið og skorpið andlit múmíunnar, heldur andlit lifandi konu, með augu, sem blossuðu af reiði. Lj ósmyndarinn dó skömmu seinna úr einkennilegum sjúk- dómi, sem enginn læknir þekkti. Þegar hér var komið, ákvað eigandi múmíunnar að losa sig við þennan óheillagrip. Hann gaf Brit- ish Museum múmíuna. Sendimað- urinn, sem flutti hana í safnið, dó viku seinna. Nú tóku að breiðast út alls kon- ar sögusagnir um þessa múmíu. Margir fullyrtu, að fólk, sem skoð- aði hana, yrði fyrir alls konar ó- láni. Þar kom, að mikill ótti

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.