Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 53

Dvöl - 01.07.1946, Qupperneq 53
D VÖL 135 greip allt starfsfólk safnsins, og það fór þess á leit, að múmían yrði flutt burt. Stjórn safnsins lét þá flytja múmíuna á afvikinn stað, en setja upp í stað hennar nákvæma eftirlíkingu. Amerískur fornleifafræðingur uppgötvaði þó brátt þessi skipti og fór fram á það að fá hina réttu múmíu og flytja hana með sér til Ameríku, og var honum veitt það. Nokkrum dögum seinna lauk með öllu hinum undarlegu fyrir- bærum í sambandi við kóngsdótt- urina, sem nú var á leið til Ame- ríku. Hún hvílir nú á botni At- lantshafsins, á^samt ölluim þeim farþegum, sem urðu henni sam- skipa vestur um hafið, því að skip- ið fórst með öllu, sem á því var. — Hvaða skip var það? .... Titanic hét það. Nobelsverðlaunaskáldið 1946. Nobelsverðlaunin í bókmenntum hafa nýlega verið' veitt, en það er gert síðla hvert haust. Að þessu sinni hlaut þau þýzkur maður, sem lítt er kunnur hér á landi. Hann heitir Hermann Hesse, og er nú búsettur í- Sviss. Hermann Hesse er fæddur 2. júlí 1877 í Wurtlenberg í Þýzkalandi. Hann var sonur ritstjóra trúfræðirits nokkurs. Pyrst framan af ár- um hneigðist Hesse mest að tæknilegum viðfangsefnum, en gerðist síðan bóksali í Basle. Þar beindist hugur hans að bókmenntasögu og listfræði, og kynnti hann sér þær greinir nokkuð. Árið 1912 íluttist hann til Sviss og hefur búið þar síðan. Framan af árum ritaði hann oft undir nafninu Hermann Lauscer. Fyrsta skáldsaga hans, er verulega athygli vakti nefndist Peter Camenzind og kom út árið 1903. Síðar skrifaði hann sögurnar Demian (1919) Siddhartlia (1912) og Der Steppenwolf (1927) og kennir þar áhrifa frá Destojevsky, austurlenzkum trúarbrögðum og sálkönnunarkenn- ingum Freuds. Hesse er einnig djúpvitur ritgerðahöfundur (essayisti) og frábær- lega snjall smásagnahöfundur, og hafa komið út eftir hann ágæt smásagnasöfn. Hann er einnig ágætt ljóðskáld, og hafa ljóð hans veriö þýdd allmikið á önnur mál s.s. sænsku. — Magnús Ásgeirsson hefur þýtt a. m. k. eittt ljóð eftir Hesse á íslenzku. í næsta hefti Dvalar mun birtast smásaga eftir Hesse, ásamt mynd af honum og allýtarlegri grein um hann og verk hans. * John Steinbeck. höfundur framhaldssögunnar, sem hefst á næstu síðu, er lesendum Dvalar svo kunnur, að varla mun þurfa að kynna hann. Dvöl hefur áður birt eftir hann söguna Litli Rauður og fleiri smásögur. Sagan Bjarnar-Jói er ein af beztu smásögum hans, bráösnjöll, sérkennileg og skemmtileg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.