Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.07.1946, Blaðsíða 60
202 D VÖL sneri höfðinu og skimaði í allar áttir, eins og dýr, sem ætlar að yfirgefa bæli sitt. Svo renndi hann sér fram á gólf og stóð upp. í hreyfingum hans voru andstæður. Að útliti var hann óskapnaður og klunnalegur, en bar sig þó mjög léttilega um. Bjarnar-Jói læddist fram stofuna og brosti til þeirra, er hann fór fram hjá. Við borðið hóf hann sína ákafaþrungnu spurningu: „Viský? Viský?“ Það hljómaði eins og fuglsrödd. Ekki ve.it ég hvaða fugls, en ég hef oft heyrt til hans — tveir tónar, hækkandi, sem spyrja í sífellu, viský? viský? Samtalið hljóðnaði, en enginn gaf sig fram til að leggja aura á borðið. Jói brosti biðjandi. „Viský?“ Svo reyndi hann að lokka þá. Úr barka hans sagði reið kvenrödd. „Sem ég er lifandi, var það tómt bein. Á tuttugu sent pundið, og helm- ingurinn bein.“ Og svo karlmannsrödd. „Já frú. Ég vissi það ekki. Ég skal bæta yður það upp með bjúgum.“ Bjarnar-Jói leit eftirvæntingarfullur kring um sig. „Viský?“ Enn gaf enginn sig fram. Jói læddist að dyrunum og hnipraði sig saman. Ég hvíslaði. „Hvað er hann að gera?“ Alex sagði. „Uss, gægjast inn um glugga. Hlustaðu.“ Kona talaði, kaldri, öruggri röddu, orðin sundurbitin. „Ég skil þetta ekki. Ertu einhvers konar ófreskja? Þessu hefði ég ekki trúað, hefði ég ekki séð þig.“ Önnur kona svaraði, lágri röddu, hásri af örvæntingu. „Kannske ég sé einhver ófreskja. Ég get ekki að því gert. Ég get ekki.“ „Þú verður,“ greip kalda röddin fram í. „Annars værir þú betur dauð.“ Ég heyrði lágan ekka af þykkum, brosandi vörum Bjarnar-Jóa. Von- lausan ekkagrát konu. Ég leit á Alex. Hann sat teinréttur, augun galopin og starandi. Ég ætlaði að hvísla fram spurningu, en hann benti mér að þegja. Ég leit kringum mig. Allir voru sem stirðnaöir og hlustandi. Gráturinn þagnaði. „Hefur þú aldrei þráð þetta, Emalín?“ Alex saup hveljur þegar hann heyrði nafnið. Kalda röddin svaraöi. „Auðvitað ekki.“ „Ekki á næturnar? Aldrei — aldrei á ævi þinni?“ „Hefði svo verið,“ sagði kalda röddin, „hefði það nokkru sinni skeð, hefði ég eytt því úr eðli mínu. Hættu þessu voli, Amy. Ég vil ekki hafa það. Ef þú nærð ekki valdi á taugum þínum, verð ég að sjá þér fyrir læknishjálp. Farðu nú og biddu bænir þínar.“ Bjarnar-Jói brosti enn. „Viský?“ Niðurlag næst. Sigríður Thorlacíus þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.