Dvöl - 01.07.1946, Side 65

Dvöl - 01.07.1946, Side 65
DVÖL 207 góðar bækur í góðum búningi og við svo vægu verði, sem frekast er kostur. Mér virðist Sjómannaútgáfan gera alvarlega og trúa tilraun til þess. Ætlun hennar er að gefa út sex bækur á ári, alls um 90 arkir að stærð fyrir hundrað krónur. Ef hér er um vandaðan frágang og góð- ar bækur að ræða, er augljóst, að hér er um mjög góð bókakaup að ræða. Sjó- mannaútgáfunni viröist og hafa verið vel tekið, þegar á fyrsta ári, enda eru sjó- menn yfirleitt lestrarfúsir og bókhneigð- ir. Starf þeirra er líka með þeim hætti, að oft gefast einverustundir, þegar ekki er hægt að grípa til þeirra dægradvala, sem landkrabbar eiga kost á. Þá grípur margur sjómaðurinn til bókarinnar, og er það vel. Og þótt þessar bækur séu fyrst og fremst ætlaðar sjómönnum, bregður svo við, að jafnvel bændur og inndalafólk vill gjarnan eignast þessar bækur og lesa. Þetta er ef til vill ekki svo undarlegt, þar ;:em fólk langar ætíð til að kynnast því lífi, sem er ólíkt þess eigin, og í augum þeirra, sem jafnan hafa fast land undir fótum hvílir oft einhver töfraljómi og ævintýrablær yfir sjómennsku og sæíörum. Sjómannaútgáf- an virðist því eiga lesendur víða, enda hefur hún þegar til vinsælda unnið með útgáfu góðra bóka. Pyrsta bók útgáfunnar var skáldsagan Hvirfilvmdur (Typhoon) eftir Joseph Conrád. Þetta er stutt skáldsaga og lýsir skipi, sem lendir í fárviðri í Kínahöfum. Er það mikilúðug og snilldarleg lýsing á náttúruhamförunum, skipinu og áhöfn þess, einkum skipstjóranum, enda er Conrad — þótt pólskur væri — talinn meðal merkilegustu skáldsagnahöfunda, sem ensku hafa ritað, og þessi bók hefur löngum verið talin með því snjallasta, sem um sæfarir hefur verið ritað. Bókin er prýdd sérstæöum tréskurðarmyndum. — Andrés Kristjánsson íslenzkaði. Önnur bókin nefnist Ævintýri í Suður- höfum og er skáldsaga eftir Edgar Allan Poe. Þótt Poe sé merkilegur rithöfundur og ljóðskáld, brá hann því einnig fyrir sig að rita léttar og viðburðaríkar skemmtisögur, og er þessi saga af því tagi. Þetta er mjög fjörlega rituð bók og rekur þar hver áhrifamikill atburður ann- an, en varla getur hún talizt markverð á mælikvarða strangrar bókmenntagagn- rýni. En lestur hennar er ósvikin dægra- dvöl. — Halldór Ólafsson frá Gjögri ís- lenzkaði og er mál hans lipurt. Þriðja bókin er Indíafarinn Mads Lange. Það er ein af ferðabókum hins kunna læknis og rithöfundar Aage Krarup Nielsen. Þetta er að nokkru leyti ævisaga dansks stýrimanns, sem dvaldi mikinn hluta ævi sinnar á eyjunni Bali í Suð- urhöfum. Þetta er viðburðarík og vel sögð saga, byggð á sönnum heimildum. Perðabækur Aage Krarups Nielsen hafa náð miklum vinsældum víða um heim, enda eru þær lifandi lýsingar merkilegra viðburöa á fjarlægum stöðum. — Krist- ján Jónsson og Guöm. E. Geirdal hafa þýtt og tekizt allvel. Pjórða bókin er Worse skipstjóri eftir Alexander Kielland. Þessi fræga sjó- mannasaga Kiellands mun mörgum ís- lendingum að nokkru kunn, og veit ég, að mörgum þykir fengur að því að eign- ast hana í góðri, íslenzkri þýðingu. — Kielland var snillingur, sem íslendingar kunna vel að meta. Þýðingin er gerð af séra Sigurði Einarssyni og er kjarnyrt og sterk eins og vænta mátti. Tvær bækur þessa árs eru ókomnar, en þeirra er von — eftir því sem útgáfan tilkynnir — um næstu áramót. Eru það skáldsagan Garman og Worse eftir Kiel- land og Nordenskjold eftir Swen Hedin. Ef útgáfa þeirra veröur með sama mynd- arbrag og hinna fyrri bóka þessa árs, er vel af stað farið fyrsta árið. Þess er líka að vænta, að haldið verði í horfinu á næstu árum með þessa útgáfu, og styöur það þær vonir, að ritstjórinn, Gils Guð- mundsson, er þjóðkunnur og ötull rit-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.