Dvöl - 01.01.1948, Side 30

Dvöl - 01.01.1948, Side 30
28 DVÖL Snecky finnur stjörnur á strætinu Eftir Colenman Milton Á mánaskinskveldi seinast í október hrapaði stjarna úr Vetr- arbrautinni niður í Sauchiehall- arstræti. Enginn tók eftir henni, hvar hún lá, glampandi í rennu- steinunum. Til þess var fólkið of önnum kafið í leit sinni að spor- vögnum og strætisvögnum. Allir voru nú að fara í leikhúsið eða í bíóið eða á stefnumót. Enginn hafði tíma til að veita öðru eins athygli sína og einni stjörnu — sízt í annarri eins umferðargötu og Sauchiehallarstræti. Þannig vildi það til, að hinn stórmerkilegi fundur var gerður af Snecky litla Kincaid. Hann hafði orðið sex ára síðastliðinn þriðju- dag, en þar eð hann heyrði til stórri fjölskyldu, sem varla hafði ofan í sig (faðir hans var dyra- vörður hjá Funlandsverzluninni), átti hann ekki svo mikið sem penny til að kaupa sér steiktar kartöflur fyrir. Hann hafði ekki öðru að sinna en reika um í til- verið gefið, þegar hún var skírð. En alltaf áður — meðan hún lifði — hafði hún verið nefnd þessu nafni: Simma sálarlausa! gangsleysi á götunum, horfa inn um uppljómaða verzlunarglugga og æskja sér dásamlegra muna, sem hann myndi'aldrei geta eign- azt. — Hann var einmitt að leika sér að því að standa á öðrum fæti tæpt á gangstéttarbrúninni fyrir framan hljóðfæraverzlun þar sem silfurlitar stjörnur voru til skrauts á harmoníkunum, þegar hann fyrst kom auga á stjörnuna — eða ölju heldur, þegar stjarnan kom fyrst auga á hann. Allt í einu varpaði hún fagurrauðum glampa í augu hans, þar sem hún lá umleikin ljósunum frá bogperunni fyrir of- an. Hann nam staðar. — Hæ! Svo gekk hann eitt skref aftur á bak: en stjarnan skipti lit og varð nú rauð sem purpuri. Eitt skref enn aftur á bak, og nú varð hún blá, blá eins og fiðrildið í glugga skartgripasalans. Örlítið til hægri — og þá var hún horfin — Til vinstri — og enn var hún horfin! Hálft fet aftur á bak, og þá skein hún skærri en sólin! Snecky leit í kringum sig til þess að sjá, hvort nokkur tæki eft- ir honum. Nei ekki ein sála. Stjarnan var hans! Hann hljóp til, þangað sem stjarnan lá, og

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.