Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 8
6
Hlín
álit um framtíðarskipulag húsmæðrafræðslunnar, og var
það samþykt með nokkrum viðbótartillögum. Nefndar-
álit þetta hefur að geyma ýmsar gagnlegar nýungar, og
fáist því framgengt, má segja, að húsmæðrafræðslan kom-
ist í fast horf.
Samþyktir þessar verða lagðar fyrir nefnd þá, sem nú
situr á rökstólum, og hefur til meðferðar öll skólamál
landsins.
Landsfundur kvenna.
6. Landsfundur kvenna var haldinn dagana 19.—26.
júní í Reykjavík og á Þingvöllum. Kvenrjettindafjelag ís-
lands stóð fyrir fundinum. Aðalstarf fundarins var að
ræða og gera samþyktir um ýms kvenrjettindamál og
skipuleggja störf og stefnu Landsfundanna í framtíðinni;
Fundurinn samþykti frumvarp til laga fyrir Kvenrjett-
indafjelag íslands. Segir þar meðal annars: Meðlimir í
Kvenrjettindafjelagi Islands (K. R. F. í.) eru:
1. Kvenrjettindafjelag Islands í Reykjavík, sem er mál-
svari út á við í öllum rjettindamálum kvenna. Fjelagið
er deild í Alþjóðakvenrjettindafjelaginu og vinnur í sam-
ræmi við stefnuskrá þess.
2. Kvenrjettindafjelög utan Reykjavíkur, er stofnuð
kunna að verða. (Árgjald fjelaga er 20%).
3. Kvenfjelög, er einnig hafa önnur stefnumál, en hafa
starfandi 3. kvenna nefnd, er annist kvenrjettindamál
fjelagsins í sambandi og samráði við K. R. F. í. (25.00
kr. árgjald).
4. Einstakar konur, víðsvegar um landið, geta gengið
í Kvenréttindaf jelag íslands í Reykjavík. Njóta þær allra
fjelagsrjettinda. (Hálft gjald.)
Fundurinn kaus fulltrúaráð: 4 konur úr Reykjavík og
3 úr hverjum landsfjórðungi, sem ásamt stjórn K. R. F. í.
í Reykjavík, á að stofna til Landsfunda 4. hvert ár, en
fulltrúaráðið hefur fundi með sjer árlega.