Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 62
60
Hlín
mjög spaugsamur og liæðinn kemur inn á ókunnugt
heimili og dvelur þar lengi, í'er oft svo að lokum, að flest-
ir, ef ekki allir, á heimilinu fylgja honum í því að glotta
að því, sem broslegt er í fari náungans og draga dár að
því, sem aflaga fer í umhverfinu, enda þótt þetta fólk
hafi ekki áður verið hæðnara en alment gerist. — Einkum
verður þetta áberandi, ef maðurinn er í mjög miklu dá-
læti á heimili sínu, þá verða áhrif lians eðlilega tvöfalt
sterkari.
Tökum annað dæmi: Maður, sem er mjög bölsýnn,
kaldlyndur og eigingjarn, hefur von bráðar áhrif á þá,
sem hann er daglega samvistum við, Jreir verða vantrú-
aðir á gæfuna og göfgina og sjóndaprir á fegurðina í
hvaða mynd, sem hún birtist. Þeir verða óþýðir í viðmóti
og kaldir fyrir tilfinningum annara, en þungt hugsandi
yfir krónum sínum og aurum og öllu Jrví, er snertir tím-
anlega velgengni hinnar líðandi stundar. Afleiðingin er
sú, að Jressu fólki hættir til að vera haustsálir í myrkva-
stolu óánægju og úlfúðar í stað Jiess að vera vorsálir í ríki
friðar og kærleika.
Heimili! Það er hljóðlátur unaður, friður og hlýja í
Jtví orði, og hugtakinu, sem það túlkar. Heimilið er
vermireitur einstaklingsins, eins og gróðrarstöð eðlisþátta
lians. Það er mesta gæfan, sem nukkium manní 5tiur
hlotnast, að eiga gott heimili, sólríkt, sviphreint og ilm-
andi umhverfi, þar sem hann getur notið skjóls og hvíld-
ar eftir stormjrunga og áreynslu utanaðkomandi umsvifa
og anna. Sá maður, sem á ekkert varanlegt heimili, verð-
ur festulítill og rótlaus og fer margs á mis.
Þegar við hyggjum vandlega að því, hvers virði heimil-
in eru okkur, þá ættum við að reyna að leggja okkur
fram um það að gegna trúlega liinni helgu skyldu, sem
liverjum einstaklingi er á herðar lögð, skyldunni að
reyna að vanda þannig dagfar okkar, að það verði heim-
ilum okkar til sæmdar og prýði, cn ekki hið gagnstæða.