Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 121
Hlín
119
Úr bókinni „Traustir hornsteinar“
eftir SIR WILLIAM BEVERIDGE.
„Hver einasti maður á að eiga sjer hugsjón — sumir myndu
nefna það guðlega köllun — þá hugsjón að vinna eitthvað á
hverjum degi, sem ekki er gert í eiginhags skyni, jafnvel ekki í
hagsmunaskyni fyrir hans nánustu, eitthvað, sem hann vinnur, vit-
andi vits, af þegnskap við þjóðfjelagið, af þegnskap við sitt eigið
þjóðfjelag, af þegnskap við þjóðina, af þegnskap við bræðralag
mannkynsins.
— Hverjum einasti manni ber að inna eitthvað það af hendi á
hverjum degi, sem hann ekki ætlast til neinna launa fyrir, eitt-
hvað, sem hann vinnur, í fullri vitund þess, að hann sje að þjóna
mannlegu bræðralagi.
Það eru engir draumórar, þótt menn eigi slíka hugsjón. Er ekki
þreytandi æfistarf konunnar að ala önn fyrir öðrum, unnið án
hugsunar um endurgjald, á friðartímum jafnt og ófriðartímum? —
Eru ekki flestir karlar reiðubúnir að fórna lífi og limum á ófriðar-
tímum? — Er slík hugsjón ekki aðalsmark allra mikilmenni, hvort
sem þeir vinna í þágu friðarins eða fóma sjer á vígvöllum?
Forstjóri nokkurra stærstu stríðsverksmiðja Englands hafði orð
á því fyrir skemstu, að afköst kvenna í verksmiðjum væri undra-
verð, þær ynnu jafnvel betur en karlar. Forstjórinn var spurður,
hvort hann teldi þetta ekki stafa af því, að flestar konur hefðu
vanist því að vinna á heimilum sínum án þess að hafa laun í huga.
Mat þeirra á vinnu færi ekki eftir því hvað þær fengju í aðra
hönd. Hann taldi sennilegt að skýringin væri þessi.
Jeg skil því guðlega köllun í starfi þannig, að í önn dagsins eig-
um við að láta eitthvað eftir okkur liggja, vitandi vits, án þess að
ætlast til launa, hvort sem við vinnum fyrir launum eða ekki. —
Við eigum að veita af sjálfum okkur, án þess að þiggja. — Við
þjónum Guði best með því að efla bræðralagið meðal mannanna".
V E RS.
Drottin gef um aldir æ,
Islands hverri sveit og bæ
hnossið það, sem heill er þjóða:
hreina trú og siði góða.
H. H.