Hlín - 01.01.1944, Side 122
120
Hlín
Sitt af hverju.
Úr brjefi frá einum nemanda Rannveigar Líndal í S.-Þ. 1943: —
Um matreiðslunámsskeið Rannveigar Líndal mætti skrifa langa
ritgerð. En hún myndi fyrst og fremst sýna hrifningu og þakklæti
í hennar garð frá okkur, sem hjá henni vorum. Því áhrif hennar
sjálfrar voru eins og skáldið segir um góðs manns kynni: Sólar-
geisla virði. Og harma jeg það, að hver einasta kona í Aðaldal gat
ekki notið þess að vera hjá henni, þó ekki væri nema eina viku
sjer til gagns og upplyftingar. —
Rannveig hefur í útvarpserindi sagt frá tilhögun námsskeið-
anna á fjelagssvæðinu, en gaman getur verið að heyra hvað nem-
endur hafa að segja, t. d. hvað við hefðum lært. En það var í fá-
um orðum sagt bæði margt og þarft, og yrði of langt hjer upp að
telja. Til gamans vil jeg þó nefna aðeins eitt, sem mjer fanst
mikils virði
Spretta á hvítkáli og öðrum káltegundum var mjög rýr hjer í
dalnum sem víðar s.l. sumar, og skeyttum við konurnar því ekki
um að hirða hin safaríku blöð hvítkáls og blómkáls. Okkur fanst
lítið koma til þeirra samanborið við stór og falleg hvítkálshöfuð
og ilmandi blómkálsbrúska, sem við höfðum oft átt að haustinu
eftir góð og sólrík sumur. Sem sagt töldum við þau einskis virði.
Jeg hafði t. d. gefið blessuðum kúnum það, sem jeg átti af því
tagi, svo það yrði þó einhverjum að notum. — Hinar konurnar
höfðu, því betur, ekki verið svo örlátar, og gátu því notað Rann-
veigar góðu ráð og saltað sín inndælu, græn-, hvít- og blómkáls-
höfuð og geymt þau þannig óskemd fram eftir vetrinum sjer og
sínum til hollustu og smekkbætis.
Já, svona er nú fáfræðin mikil! En því meira gaman og því
meiri þörf á að fá úr henni bætt.
Lengi munum við Rannveigar góðu ráð og hennar látlausu
fræðslu, sem miðaði öll að sparsemi, vandvirkni og nýtni, jafn-
hliða fjölbreytni í matreiðslunni, án þess þó að leggja til hliðar
einfalda, holla íslenska rjetti.
Mikið væri æskilegt, að allar húsmæður, til sjávar og sveita,
ættu kost einnar fræðsluviku á ári hverju. — Verkahringur okkar
húsmæðranna er svo þröngur og svo rígbundinn vandasömum
smámunum, að okkur er meiri nauðsyn en flestum öðrum þegn-
um þjóðfjelagsins að auka víðsýni okkar, þekkingu og sálarþrek,