Hlín - 01.01.1944, Side 72
70
Hlín
Heimilisiðnaður.
Úrval.
Ullariðnaður ,eftir dr. Þorkel Jóhannesson (Iðnsaga
íslands II). Brot.
íslendingar hafa frá öndverðu verið landbúnaðarþjóð,
og þrátt fyrir mikla sjósókn og fiskisæld í hafinu við
strendur landsins, hefur landbúnaðurinn jafnan verið
höfuðstoð þjóðarbúsins frá öndverðu og fram undir síð-
ustu aldamót. Þessi landbúnaður studdist við kvikfjár-
rækt, og afurðir hans voru að mestum hluta notaðar í
landinu sjálfu. Kjöt og mjólkurafurðir hafa alla tíð verið
mikilvægasta fæði alls landslýðsins og sannkallaður líf-
gjafi, þótt sjórinn miðlaði líka miklu. Það er forn reynsla.
eigi síður en ný vísindi, að enginn bjargast til lengdar á
fiskifangi einu saman, og jafnvel ekki þó einhvers korn-
matar njóti við, ef aðra fæðu skortir, einkum mjólkina.
En kvikfjárræktin gerði enn betur. Hún klæddi þjóð-
ina svo að kalla gjörsamlega um þúsund ár, og átti þó að
jafnaði nokkuð aflögu. Þetta hafa rnenn að sjálfsögðu
alltaf vitað, og er hjer síður en svo um nýja vitneskju að
ræða. En hafa menn þá yfirleitt reynt að leiða sjer í hug,
hvað í þessari staðreynd felst? — Jeg ætla að fáir hafi gert
það, a. m. k. ekki til fullrar hlítar. Er hjer þó um að ræða
mjög mikilvægt atriði í hagkerfi þjóðarinnar á liðnum
öldum, hvort sem á það er litið frá sjónarmiði viðskifta
eða atvinnu. Nú, á dögum atvinnuskorts og gjaldeyris-
kreppu, er a. m. k. að nokkru leyti stafar af miklum og
langvarandi fjáraustri í erlendar verksmiðjur og verslan-
ir til kaupa á allskonar klæðnaði og klæðaefni, er fróð-
legt að athuga það, hvernig gömlu mennirnir, forfeður
okkar, stýrðu að verulegu leyti framhjá skerjum þessum