Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 73
Hlín
71
með ullariðnaði sínum, en hann má, að öllu athuguðu,
óhætt telja eitt af stærstu verklegu afrekum þjóðar vorrar
á öllum öldum. Þá mundi liitt ekki lítils vert, hvílíkur
skóli iðnaður þessi var þjóðinni um iðjusemi, nákvæmni
og smekkvísi. Fátt rnyndi drýgra að ltollum uppeldis-
áhrifum en heimilisiðnaður á borð við ganrla ullariðnað-
inn íslenska, svo yfirgripsmikill sem lrann var og fjöl-
þættur, alt frá tásunni barnsins við knje móðurinnar til
hins dýrasta listvefnaðar, fylstu kunnáttu og leikni og
listfengi, er tæplega næst nenra við njóti samfeldrar æf-
ingar, reynslu, liagleiks og snilli margra ættliða.
A síðara lrluta 16. aldar, eða nánara tiltekið á 7. tugi
aldarinnar, að því er lrest verður sjeð, varð stórmerkileg
nýjung í ullariðnaði íslendinga, er þeinr lærðist að
prjóna. Ýmsunr nrun nú þykja næsta furðulegt, að þetta
nytsama og einíalda verklag sktdi ekki tíðkast lrafa svo
að segja frá öndverðu, og fyr en vefnaðurinn, en öðru er
nær cn að svo sje. Prjónakunnáttan nær fyrst viðgangi Irjer
í álfu á síðara lrluta 16. aldar, og er talið, að á Englandi
liafi fyrstu sokkarnir verið prjónaðir árið 1564, að fyrir-
nrynd frá Spáni. Varð verklag þetta skjótt alkunnugt á
Englandi, og nrun unr líkt leyti lrafa náð útbreiðslu með-
al jrjóðanna á meginlandinu, þar á meðal í þýskum
löndunr.
Ekki verður nú nreð fullri vissu sagt, lrvenær íslend-
ingar hafi fyrst lært að prjóna, nje af hverjum þeir lærðu.
Örugt má Jró telja, að kunnátta Jressi lrafi borist lringað
með kaupnrönnum, enskunr eða þýskunr, eða Jrá frá báð-
um löndum samtímis, og víst er, að lrún náði skjótri út-
breiðslu.