Hlín - 01.01.1944, Side 96
94
Hlín
vestur frá Veðramóti, þar sem þeir, ungir og þrekvana
(eins og títt var um smaladrengi þeirrar tíðar), liáðu sína
erfiðu lífsbaráttu sem smalar og hjásetudrengir búsmal-
ans á Veðramóti. Þeir muna, live oft hún var þeim ráð-
gjafi og hjálparhella, þegar flest sund virtust lokuð. Þeir
muna hve oft hún, þrátt fyrir sitt umkomuleysi, sinn
þrönga lífshag, vermdi þá og styrkti, andlega og líkam-
lega.
Una lijet hún, og var af flestum talin ófríð (injer fanst
hún æfinlega falleg). Hún var svo grannholda, lítil og
lágvaxin, að þegar sviftibyljir háfjallanna geisuðu í ham-
förum sínum, var jeg bræddur unr að hún fyki upp í
loftið, en ef svo færi, var jeg alveg hárviss um, að þótt
lnin væri í tötralegu hversdagsfötunum sínum, mundi
hún heilu og höldnu lenda hjá Guði. — Fáar konur eru
mjer jalnminnisstæðar frá bernsku sem hún, svipur
liennar var svo bjartur og mildur, augnaráðið svo rólegt
og sefandi. Mjer fanst jeg geta lesið úr svip hennar, þegar
jeg átti eittlivað örðugt og bágt, enda þótt hún segði ekki
neitt: „Þú getur verið viss um það, Bjössi minn, að jeg
jeg veit hvað þjer líður og að jeg vil hjálpa þjer“. Hreyf-
ingar hennar voru svo Ijettar og mjúkar, að þær mintu
á fallandann í mildu lagi, Jrær voru vorblærinn, sem með
nærgætni straukst yfir blómabreiðuna í bæjarhlíðinni
fyrir ofan kotbæinn hennar. Hún var lágrödduð og veik-
róma. Mjer fanst að þannig hlytu að vera raddir Jreirra,
sem af Guði væru sendir til að hugga og styrkja lítinn,
einmana 9 ára smaladreng, senr stundum fanst líf sitt,
afstaða og umhverfi ákaflega dapurlegt.
Það var einn mjög kaldan, úrkomusaman síðsumars-
dag, jeg lrafði verið óheppinn, ekki einasta með hjásetu-
veðrið, sem var úrhellis-krapaslydda með stormkalsa og
þoku, heldur voru ærnar óvenjulega ójrægar og rásgjarn-
ar og smalahundurinn hafði laumast frá mjer. Það var
liðið nær þeim tíma, að jeg skyldi skila ánunr á stöðul til