Hlín - 01.01.1944, Síða 147
ÍSLENDINGAR!
Gerist fjelagar í Þjóðræknisfjelaginu í Reykjavík. —
Markmið þess er aukin samvinn við landa okkar vestan
hafs.
Lestrari'jelög! Kaupið þær bækur og þau blöð, sem
landar vestra gefa út:
Vikublöðin „Lögberg“ og „Heimskringla“ eru gefin
út í Winnipeg. — Þessi blöð eru aðaltengiliðurinn milli
íslendinganna í hinni víðlendu Vesturálfu. — Það er lífs-
skilyrði fyrir íslenska tungu vestra, að blöðin geti haldið
áfram að starfa. — Bæði blöðin bafa runnið hálfrar aldar
skeiðið.
Tímarit Þj«>ðræknisfjelagsins er nú yfir 20 ára gamalt.
— Þeir, sem gerast fjelagar í Þjóðræknisfjelagi íslendinga
í Vesturheimi, og fjelagsdeildunum hjer heima, fá ritið
fyrir 10.00 kr.
Almanak Ólafs Thorgeirssonar, sem hefur verið gefið
út um 50 ár í Winnipeg, flytur árlega frjettir af löndum
vestra og hefur ýmsan annan fróðleik að geyma.
„Árdís“, ársrit bandalags lúterskra kvenna, gefið út í
Winnipeg. 10 hefti eru út komin.
„Sameiningin“, timarit lútersku kirkjunnar vestan
hafs. Hefur verið gefin út yfir 50 ár.
Saga íslendinga í Vesturheimi. Tvö fyrstu bindi þessa
rits eru þegar komin út. — Gerist áskrifendur, það tryggir
framhald útkomunnar.
Hermannabókin, gefin út af kvenfjelagi í Winnipeg
éftir heimsstyrjöldina, þar eru skráð nöfn þeiiTa íslend-
inga, sem tókn þátt í stríðinu 1914—18 (með myndum).
— Allar þessar bækur má fá með því að snúa sjer til
BÓKAVERSLUNARINNAR „EDDU“, Akureyri. -
Þar má líka greiða andvirði bókanna í íslenskum pen-
ingum.
ístendingar! Með því að kaupa þau blöð og þær bækur, sem
landar okkar vestan hafs gefa út, styðjið þjer að sigursælli baráttu
þeirra að viðhaldi íslenkrar tungu. Viðhaldið sambandinu, það
verður öllum íslendingum, beggja megin hafsins, til blessunar.