Hlín - 01.01.1944, Side 81
Hlín
79
að rjett sje frá skýrt, en athugasémdir væri gott að fá frá
hlustendum og sjerstaklega fá fleira um þessa tegund ís-
lenskrar matargerðar, Jdví margt leynist áreiðanlega enn
víðsvegar um land um þau efni.
Margt af þessari gömlu íslensku matargerð var prýði-
legt, bæði holt og gott, og má með engu móti týnast,
þannig, að menn þekki ekki deili á því.
Þrátt fyrir þekkingarleysi á fjörefnum og þvíumlíku,
fann gamla fólkið af brjóstviti sínu og langri reynslu,
livað við átti til að viðlialda heilsu og kröftum og hvernig
hagnýta mætti ýmislegt innlent.
Matarefnin voru kjarngóð og kraftmikil og veittu
merg í bein, svo þjóðin varð hörð í horn að taka, enda
veitti ekki af, því marga eldraunina hefur Iiún orðið að
þola, og margt varð til að veikja viðnámsþrótt hennar.
Smálki, magálakæfa. eða lagkæfa. (Úr Skaftafellssvslu).
Magálar eða venjuleg slög, eru soðin eftir þörfum.
Flotið tekið ofanaf. Best að hafa sem minst vatn. Tekið
upp úr og lagt heitt ofan í ílát, salti stráð á botninn og í
hvert lag. Svo er flotinu rent jafnóðum í holurnar og yfir
síðast. Ekki má ofsalta, en samt er vissara að hafa talsvert
af því. Gott farg er látið á. Geymist vel á köldum stað. —
Á þessum árum tíðkaðist ekki að búa til rúllupylsur hjer
um slóðir.
Hleypt ilúra. (Austur-Skaftafellssýsla).
Rjetta nafnið mun vera smákoli. Kolinn er þurkaður
(hertur). Þegar hann er gegnþur, er honum brugðið á vel
heita eldavjel eða glóð og bakaður beggja megin. Þvínæst
er hann nuddaður milli handanna með stykki, svo brugð-
ið í kalt vatn og þannig borinn á borð.
Þetta þykir okkur herramannsmatur.