Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 14
12
Hlín
1. Húsmæðráfræðsla.
2. Heimilisiðnaður.
3. Garðyrkja.
4. Hjúkrunarmál.
H. E. K. gekst upprunalega fyrir stofnun Húsmæðra-
skólans á Laugalandi og hratt því máli í framkvæmd með
áskorun bæði til sýsluneíndar Eyjat'jarðarsýslu og ríkis-
stjórnarinnar, og lagði þá strax fram nokkurt fje til
styrktar málinu. Einnig hefur það haldið áfram að hlynna
að þeirri stofnun með gróðursetningu plantna umhverf-
is skólann og fleira. — Til dæmis sá það að mestu leyti
um vefnað á gluggatjöldum og áklæðum á hekki og stóla,
þegar skólinn var reistur, og hafði við þann starfa vefnað-
arkonu heilan vetur.
Hvað eflingu heimilisiðnaðarins snertir hefur H. E. K.
liaft vefnaðarkonu á sínum vegum, síðastliðin fjögur ár,
frá áramótum til vors, hefur hún ferðast milli kvenfjelag-
anna á sambandssvæðinu, til að setja upp vefi, leiðbeina
um vefnað og vefa fyrir fjelagskonur. — Hefur starfsemi
þessi mjög orðið til þess að vekja áhuga fólks á íjelags-
svæðinu fyrir þessari iðngrein, auk þess seín nú eru víða
til fallegir heimaofnir munir til gagns og prýði á heim-
ilunum.
Prjónanámsskeið hefur sambandið einnig haft á nokkr-
um stöðum með góðum árangri.
Á síðastliðnu vori rjeð H. E. K. saumakonu vetrarlangt,
sem hjelt saumanámsskeið á 6 stöðum á f jelagssvæðinu,
þar gafst fjelagskonum kostur á að fá tilsögn og hjálp við
að sníða og sauma. Var mikil og góð Jrátttaka í þessum
námsskeiðum, og virtust þau koma að góðu gagni á þess-
um tímum, þegar cirðugt reynist að fá slík verk unnin
utan heimilis.
Sambandið hefur gert sjer far um að greiða fyrir því,
að konur á fjelagssvæðinu gætu kynst starfsemi Lauga-
landsskóla, og liafa flesta vetur, frá því að skólinn hóf