Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 137
Hlín
135
fertug) til að renna mjer meS dætrum mínum á björtum tungl-
skinskvöldum, og vona að svo verði lengi enn. — Á vetrum fær
maður betra tækifæri til að kynnast húsdýrunum. Það hefur
þægileg áhrif á mig að koma í fjósið til kúnna og sjá þessar stóru
en barnalegu skepnur, finna vinsemd þeirra og heyra ánægju-
hljóðið í þeim, er þær moða góða töðu. — Jeg er þakklát „Hlín“
fyrir alt, sem hún hefur sagt um blessaðar kýrnar, þær eru aldr-
ei of lofaðar.
Frá Kvenfjelaginu „Hlírí' í Höfðahverfi: — Fjelagið var stofn-
að 24. okt. 1920 af 30 konum. Markmið þess var líknarstarfsemi.
Hjúkrunarkonu kostaði það til náms í 3 mánuði og starfaði hún
hjá fjelaginu í 5 ár. Hjálparstúlku hafði fjelagið í 8 ár. Hin seinni
ár hefur ekki verið hægt að fá neina stúlku, þó mikið hafi verið
reynt. — Fje hefur það látið að mörkum til bágstaddra, 3409 kr.
— Fjelagið gaf til skólahúss sveitarinnar 1000 kr. og til sundlaug-
ar, sem verið er að byggja 500 kr. — Eignir fjelagsins eru 1155 kr.
Ur Skagafirði er skrifað veturinn 1943: — Við ljetum setja
hjer upp vindrafstöð í haust, 32 volta, og það er nú meiri munur-
inn í þessu stóra húsi að hafa allsstaðar blessuð ljósin. — Maður
veit ekki af skammdeginu. — Mamma sagði fyrstu dagana, að
sjer fyndust altaf jólin. S.
Frá Kvenfjelagi Kjósarhrepps: — Fjelagið er stofnað 15. mars
1940 af um 30 konum og var á þeim fundi kosin stjórn og skipa
hana: Valgerður Guðmundsdóttir, Hvammi, formaður, Kristín
Jónsdóttir, Káranesi, gjaldkeri og Ólafía Þorvaldsdóttir, Hálsi,
ritari. — Fundir eru haldnir á bæjunum til skiftis og er þá stór-
hátíð á þeim bæ, er fundinn heldur. — Að mínum dómi eru slíkir
fundir upplyfting fyrir sveitakonur frá hinu hversdagslega starfi,
og auka þeim sjálfstraust og traust á mönnum við kynningu og
viðræður. — Annars er stefnuskrá þessa fjelags lík og annara
fjelaga, að auka mentun og menningu, sem koma megi að gagni í
lífsbaráttunni. F jelagskona.
Úr Tímariti iðnaðarmanna: — Skrásettir hafa verið samtals
1755 iðnaðarmenn í 50 iðngreinum.
í Iðnskóla Reykjavíkur eru á þessum vetri (1943—’44) 750
nemendur.
Merkur verslunarmaður í Reykjavík, sem hafði mikil verslun-
arviðskifti, jafnt við konur sem karla, ljet þau orð falla fyrir
nokkrum árum, að aldrei hefði hann tapað eyrisvirði á verslunar-
viðskiftum við kvenfólk.