Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 19
Hlín 17
hún þungt haldna sjúklinga heim til sín og hjúkraði
þeirn þar. — Á endurgjald var aldrei minst.
Auðvitað var frú Maríu það ljóst öðrum fremur. hve
rnikið nauðsynjamál það var að fá meiri læknishjálp.
Hún lagði fram alla krafta sína til þess að fá því frarn-
gengt, að stofnað yrði á Flateyri nýtt læknishjerað. Henni
entist aldur til þess að sjá þessu áhugamáli sínu hrundið
í framkvæmd.
Urn hjúkrunar- og 'líknarstörf hennar farast síra Sig-
tryggi Guðlaugssyni orð á Jressa leið:
„Móðirin, sem annaðist vel um barnahópinn heima-
fyrir, hal’ði J)ó tíma til að húsvitja meðal bágstaddra,
sjúkra og svangra — að ,,\ itja ekkna og munaðarlausra í
þrengingum Jreirra" .....Hjer Jjekkja allir hjúkrunar-
konuna, sem var nær en læknir að komast á fund hinna
sjúku, og tók af honum margt ómak, hjer Jrekkja allir
bjargvættinn, sem átti heima á milli fátæklings og fá-
tækrastjórnar og firti hana oft ónæði“. — Þessi góðgerða-
semi, segir presturinn, að hafi verið hennar „hreina og
óflekkaða guðsdýrkun", en bætir Jrví við, að „þegar kyrð-
in óx og hvíldin frá verklegu varð meiri, þá kom enn bet-
ur í-ljós, að andanum var yndi að.hugleiða og lielga sjer
kristindómsefni vor“.
Á uppvaxtarárum Maríu stóðu kvenþjóðinni liier á
landi ekki t.il boða slík mentunarskilyrði sem nú tíðkast.
Hún aflaði sjer samt góðrar mentunar. Hún var bók-
hneigð, las mikið, þrátt fyrir alt annríkið, og þar á meðal
lækninga- og heilsufræðibækur. — Hún fylgdist vel með
framförum og Jjví hélsta sem gerðist í menningarmálum,
fór utan og kyntist af sjón og raun menningu annara
þjóða. — Hún var vel að sjer, og það rneira en í meðallagi,
til munns og handa. Hún var skörungur við vefnað,
heimilisiðnað allan og hannyrðir. Henni lijelst vel á
lijtium og voru suin þeirra hjá henni æfilangt. Heimili
hennar var metið sem hinn besti skóli. — Bæði trúðu þau
2