Hlín - 01.01.1944, Side 118
116
Hlín
Fjetoppur á nefi, sama.
Fjeneglur, hvítar rætur á nöglum.
Húsgangssneið, húskasneið, gantasneið.
Skammkeppur, fagrikeppur, vjelindiskeppur.
Grautarviðja, hrísla, sem kastað er út á með.
Líntog, fínt tog, sem eftir verður í togkömbum, þegar dregið er.
Lokarumba, austanátt um lokaleytið. (Rang.).
Mýlar, harðir ullarhnoðrar, sem finnast stundum innaní kindum.
Keppur, spíta með hnúð á endanum, sem notuð er við fíladráp.
Slagasauður, eða í slagann, kind, sem slátrað er í sláttarlokin.
Gandar, broddfjaðrir, reknar í skeifur í skaflastað.
Þvottatæjur, körfur til að þvo ull í.'
Ljettabönd eða ljetti, axlabönd, einkum þau, sem voru ofin eða
saumuð, þau útlendu kölluð axlabönd.
Fara í sandinn, fara til sjévar, (Rang.), er farið var út til Eyja.
Róa út, þegar þeir fara.
Hóvika mjer, víkja mjer einhverju í glensi.
Spretta niður, hleypa niður, þegar fjöður er á klifberanum,
líka þegar reipin eru leyst, en ekki tekið ofan í votabandi.
Málbær ær, ær sem er borin fyrir 3. fardag.
Fara í rótina, sækja t. d. hangikjöt upp í eldhús.
Lambakóngur, fyrsta hrútlambið, sem fæðist.
Lambadrottning, fyrsta gimbrarlambið sem fæðist.
Hann er kominn á, það er farið að rigna.
Refilþá, þegar grisjar í jörðina, eftir blota á vetrum.
Taka belg af kindum, blóð var flutt í belgjum, einnig notaðir
undir hey.
Buðlungur, lítill móhlaði (Breiðf.).
Fjekvörn, lítil brúnleit kvörn í mörnum, einkum á vænu fje, á
stærð við baun, varð hvít og hörð, börn ljeku sjer að þeim.
Framúrskarandi um allan verkshátt.
Hrafnagusa 9 nóttum fyrir sumar.
A Pálsmessu (25. jan.) siður að gefa hröfnunum á Vesturlandi.
Aurar, stórgrýttur jökulframburður.
Það geta tveir eytt, sem tíu geta unað við.
Hún kvað falls von fornu trje.
Menn verða að súpa fleira en sætt þykir.
Hugur ræður hálfri sjón.
Ilt er best afleyst.
Það fylgir hverju beini nokkuð.
Hrafnabrækur. Upphaf á vef, það sem hnýtt er á skaftið.
Neðangangur, undanskurður eða undanlás, þegar vefur endar.