Hlín - 01.01.1944, Side 23
Hlín
21
mæðranna í uppeldisstarfinn, áður en alþýðufræðsla
hófst að ráði á vegum hins opinbera. Enda unnu þær það
ekki í eigingjörnum tilgangi eða til að liossa sjer hátt,
heldur af innri hvöt og löngun til að láta æskuna öðlast
alt liið besta, er þær sjálfar höfðu getað aflað sjer seni til
gagns mátti verða í lífsbaráttunni. — Og víst er um það,
að íslenska þjóðin nýtur enn ávaxta þessara gjafa í ríku-
legum mæli.
Hjer fara á eftir nokkur orð um eina af þeim konum,
er fyrir margra hluta sakir má telja meðal hinna mikil-
hæfustu, er uppi voru á Vestfjörðum,ásíðarihluta 19.ald-
arinnar. Þessi kona er Guðný Guðmundsdóttir frá Mýr-
urn í Dýrafirði. — Það er margt sem veldur því, að minn-
ing hennar mun lengi lifa, að minsta kosti í Vestur-
ísafjarðarsýslu, og þó ekki síst sjóður sá, er hún stofnaði
á efri árum af eigin fje, sem greiða skyldi fyrir framtíðar-
menningu æskúlýðsins. — Verður sjóðsins nánar getið
síðar í þessari grein.
Jeg kyntist ekki húsfrú Guðnýju persónulega fyrri cn
árið 1892. — Eftir þann tíma var jeg lienni nákunnugur
þau 15 ár, er hún lifði. Það, sem hjer verður sagt, er því
ekki að öllu bygt á eigin reynd, en þó — að jeg tel — bygt
á öruggum heimildum, skráðum og óskráðum.
Guðný Guðmundsdóttir var fædd að Mýrum í Dýra-
firði 24. sept. 1839. Foreldrar hennar voru dbrm. Guð-
mundur Brynjólfsson, hreppstjóri á Mýrum, og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir frá Sellátrum í Tálknafirði. —
Guðný ólst upp með foreldrum sínum og var næst elst af
9 börnum, er þau eignuðust. Systkini Guðnýjar voru:
Brynjólfur, giftist og byrjaði búskap í Onundarfirði, en
andaðist skönnnu síðar, Guðmundur Hagalín, bjó á Sæ-
bóli, síðan á Mýrum, Jón var kaupmaður í Elatey á
Breiðafirði, Guðni, var læknir í Dánmörku, Guðmund-
ur Eranklín, lærði jarðyrkju í Noregi, andaðist ungur,