Hlín - 01.01.1944, Page 76
74
Hlín
Húsráð.
Ýmislegt viðvíkjandi viðhaldi á munum heimilisins.
Úr minnisbók nemenda í Húsmæðraskóla.
Á heimili getur kvenlólk gert sjer mikið hagræði með
því að leggja sjálft hiind að því að mála og olíubera inn-
anstokksmuni Jress, t. d. vera á verði um það að bæta um
mál og lakkeringu á herbergjum og húsgögnum, áður en
það er orðið of seint, svo ekki þurfi e. t. v. nema auðveldr-
ar aðgerðar við. Það getur sjálft málað herbergi, glugga,
hurðir og húsgögn. Ennfremur tunnur, kollur og kassa í
geymslubúri og víðar, en olíuborið og lakkað allar hillur
og skápa utan og innan í búri og eldhúsi, skúffur og
skápa innan í dagstofu, húsgögn í herbergjum og öl 1
gólf, hvort sem það eru timburgólf eða dúklögð gólf.
Það er ekki æfinlega gott að bíða eftir liði karlntann-
anna á heimilinu við þetta, jaað getur orðið endalaus bið.
Um olíu og lakkáburð. — Ef um nýja muni er að ræða,
eða ný gólf, sem á að olíubera, er hentugra og jafnvel
fallegra, að hafa dálítið af ljósgulu málningardufti „okk-
urgulu" saman við olíuna, sem borin er á. Skal Jrá t. d.
hræra 2—3 matskeiðar af þessari málgulu saman við % 1.
af olíunni, 2 matskeiðar þurkefni og ein matskeið terpen-
tína. Þessi blanda er liituð í ltlikkdós og borin á vel heit
með bursta eða 1 jereftsrýju, og skal þess gætt að strjúka
vel úr olíublöndunni á sama hátt og máli, og má hún
hvergi sitja í pollum. Ef bursti er notaður, er gott að
strjúka síðast yfir með snöggri 1 jereftsrýju, ekki síst ef
burstinn er ekki nógu fínn.
Nýja muni þarf að olíubera þrisvar sinnum, en timb-
urgólf jafnvel oftar, eða uns komin er hörð lnið á þau.
Þurfa þau að þorna vel.á milli þess, sem borið er á þau.
og ætti helst ekki að ganga um þau á meðan. — Á gömul