Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 93
Hlín
91
Grasagrautur.
Fjallagrös, ótínd, en vel þvegin, eru söxuð fínt í skrínu
með grasajárni. Grösin þvegin að nýju, þá kemur alt kusk
ofan á, en sandur og þess háttar sests undir. Þegar sýður
upp í pottinum, kemur einnig kusk ofan á, sem er fleytt
af. Heilt: bankabygg var soðið með, þurfti langa suðu.
Kastað út á rúgmjöli.
Þessi grautur var notaður um land alt, saman við skyr
(hræringur) og oftast flóuð mjólk út á.
Fjallagiös í slátur.
Fjallagrös voru víða notuð í slátur, bæði til hollustu
og til að drýgja mjölið, og mun sá siður haldast enn æði
víða.
Blóðberg, eða seyði af því, höfðu sumir saman \ ið slát-
ursýruna á haustin.
Grasate.
Það var alsiða víða um land að drekka te af grösum,
bæði til hressingar og heilsubótar. — Þessar jurtir skyldi
hillast til að hafa í teið: Blóðberg, vallhumal, rjúpnalauf
og ljónslappa. Jurtirnar voru geymdar þurkaðar.
Súrsuð roð, sporðar og harðfiskbein.
Þegar harðfiskneyslan var mikil lijer á landi og al-
menn, fjell til mikið af roðum og ruðurn, var þessu víða
stungið ofan í súra skyrið og þótti þetta góður matur vel
súrt. — Harðfisksroð voru einnig oft steikt á glóð og
þótti gott.
Geymsla á æðareggjum.
Það hefur víða tíðkast að geyma æðaregg í súru skyri
og þótti vel reynast.