Hlín - 01.01.1944, Side 86
84
Hlín
snúið með þeirri hægri nokkra stund. Þyrillinn er altaf
í kafi. Borðaðar tómar, en ef flautirnar voru litlar, þá
liræringur hafður ofaní. — Ekki salt. Ekki sykur.
(Þyrillinn var gerður úr hrosshári).
Flatbrauð. (Úr Mývatnssveit).
Best er að hafa fínt rúgmjöl í flatbrauð. Bætt með
sjóðandi vatni. Örlítið salt. Hrærð þykk „soppa". Látin
standa á vjelinni þangað til hún er nýmjólkurvolg. Hnoð-
að uppí fremur lint, og hnoðað deigið þangað til alt mjöl
er horfið, borin fita á hendurnar, svo deigið festis't ekki
við þær. Hnoðuð handfylli, hnoðað sprungulaust. Flatt
út sem svarar l/z sm. þykt. Pikkað vel. Bakað ofan á vjel-
inni samstundis, við heldur góðan hita (helst á steikara-
pönnu). Má ekki koma skel eða hersli á kökurnar. Snúa
hratt. Réka kökuna ofan í lieitt vatn jafnóðum og hún er
búin. Hlaða í bunka, má ekki hreyfa fyr en kalt er. Sumir
leggja straujárn eða könnu ofan á lilaðanna, eða jafnvel
hunkann sjálfan. Ef brauðið er glóðarbakað, er best að
það sje sólarhrings gamalt, verður þá sætara. Getur bless-
ast stóarbakað líka sem lijer er lýst.
Mývatnssillungur. (Mývatnssveit).
Hann hefur aldrei þótt góður til langrar geymslu, nema
lielst í reykingu, hann er svo feitur og liættir við að jirána
nema í yfirsöltun og afvötnunar, en við það missir hann
alt það fínasta og besta sem við liann er. Því liöfum við
ekki trú á, að liann sje góður þessi tunnusaltaði silungur
í útlöndum. Hjer fyrrum var hann ])ví aðeins reiðaður á
sumrin og saltaður. Það feitara og stærra látið liggja svo
sem tvo daga í saltinu, síðan látið í eldhúsreykinn gamla.
Margar reiðar látnar á trjerár og gerðar úr ])eim saltreið-
ar, sem kallaðar eru, voru það stórir og fallegi lijallar í
eldhúsunum gömlu. Magrari og smærri silungurinn var
einnig reiðaður og hengdur út á trjerám, vanalega í bæj-