Hlín - 01.01.1944, Síða 112
110
Hlín
Sambandið var stofiiað. Þá vonar maður að fá að sjá ykk-
ur aftur samankomnar, góðu konur, því fjölmargar eruð
þið fjelagsbundnar, og þó þið sjeuð jrað ekki, eruð þið
samt velkomnar í hópinn.
Jeg lief’ álitið það rjett og heilbrigt að gangast fyrir
stofnun kvenfjelaga og fjelagasambanda. — Allur heil-
brigður fjelagsskapur og öll samvinna þroskar mann og
bætir og víkkar sjóndeildarhringinn. Menn læra að taka
tillit liver til annars og koma auga á ýmislegt, sem hægt er
að koma í framkvæmd með samtökum, og í félagsstarf-
seminni koma oft fram hæfileikar, sem að öðrum kosti
fá ekki notið sín. — Það þurfti eiginlega ekki annað, víða
hvar, en að koma konunum á stað, þær sannfærðust fljótt
um það af reynslunni, að þetta var satt, að þær gætu þó
nokkuð, ef þær sameinuðu kraftana, og komu brátt auga
á, að niörg verkefni biðu úrlausnar í þeirra verkahring.
Kvenfjelög eru nú víðast starfandi í bæjurn og sveitum,
og þó þau sjeu flestfátækogstarfskraftarnirsjeumestönn-
um kafnar húsfreyjur, þá sýna verkin merkin, að þau hafa
mörgu þarflegu til leiðar komið, og þær liafa kynst. hver
annari og vanist á að starfa saman, það er heldur ekki svo
lítils virði. En eins og oft hefur sagt verið, þá er margt
ógert, og ekki má láta hjer staðar numið, en halda áfram,
fá sem flesta með, og sjerstaklega veita kvenfjelögunum
lið með því að senda þeim góða starfsmenn, kennara, sem
lijálpa þeim, sem heima sitja, með uppfræðslu, andlega og
verklega. Þetta er takmarkið og það mun nást, ef við
missum ekki sjónar á því og erum samlniga.
Mjer hefur þótt ákaflega gaman að starfa fyrir kon-
urnar og börnin. Þegar jeg var barn og unglingur, var
rnjer þegar fullljóst, að jeg vildi verða kennari. Það starf
hef jeg nú stundað yfir 50 ár, því starf mitt við ársritið
„Hlín“, sem á þessu ári er 25 ára, hefur átt að vera
fræðslustarf, ennfremur starf mitt fyrir heimilisiðnaðinn.
Það hefur verið mjer mikið ánægjuefni að starfa með