Hlín - 01.01.1944, Page 15
Hlín
13
starf sitt, nokkrar konur úr f jelögunum til skiftist, komið
í skólann og dvalið þar tvo til þrjá daga til kynningar og
skemtunar. — Sú hugmynd, sem vakir fyrir sambandinu
með þessu, er að vekja áhuga fjelagskvenna fyrir þeim
hugsjónum, sem skólinn berst fyrir.
Lengst af hefur Sambandið haft á sínum vegurn hjálp-
arstúlku, sem hægt er að grípa til, þegar veikindi ber að
höndum, til að hjúkra og vinna heimilisstörf. Fyrir þessa
hjálp hefur verið brýn þörf nú í fólksfæðinnií sveitunum.
í þessu sambandi má einnig geta þess, að H. E. K. hef-
ur stofnað og gefið til vinnuhælissjóðs Kristnesliælis á
annað þúsund krónur.
Aðalfund sinn lieldur H. E. K. í Laugalandsskóla á
hverju vori. Sækja þann fund konur úr fjelögunum
ásamt nokkrunr boðsgestum, og hafa setið fundinn að
jafnaði 40—60 konur. — Fundirinir hefjast með guðs-
þjónustu, sem sóknarpresturinn flytur, síðan er sameig-
legt borðhald, áður en fundarstörf liefjast. — í sambandi
við aðalfund er höfð sýning á vefnaði o. fl., sent unnið
hefur verið á f jelagssvæðinu hvern vetur. Þar eru erindi
flutt o. s. frv. — Kostnað af fundi þessum hefur Samband-
ið borið að öllu leyti.
Af því, sem lijer hefur verið skýrt frá, er ljóst, að FI. E.
K. hefur leitast'við að framfylgja stefnuskrá sinni, þrátt
fyrir fjárhagslega örðugleika, því óhjákvæmilega hlýtur
öll þessi starfsemi að kosta mikið fje, en fjelögin í Sam-
bandinu eru flest fámenn og fátæk og hafa aldrei notið
styrkja af opinberu fje. — Fjelögin í Sambandinu eru 5.
meðlimir 150.
P. t. Akureyri, 4. apríl 1944.
Rósa Einarsdóttir, Stokkahlöðum, formaður.
Guðrún Jónasdóttir, Möðruvöllum, gjaldkeri.
Jónína Björnsdóttir, Laugalandi, ritari.