Hlín - 01.01.1944, Side 120
118
Hlín
Vel mentur, vel að sjer.
Olatur, viljugur.
Ráðviltur, geðveikur.
Afsinna, undarlegur.
Des, beð í garði.
Geilar í garði, götur.
Yrkja garðana.
Pæla garð, stinga upp garð.
Ala kartöflur, spíra.
Tæta skán, berja á.
Oletisfólk ,dugnaðarfólk.
Hugmaður, áhugamaður.
Reipakapall, reipi á einn hest.
Taðlaupar, kláfar, hrip.
Þjelkerald, ílát að hleypa skyr í.
Þjelamysa, mysa úr nýju skyri.
Brekánsles, gróft fyrirvaf.
Laupur, taðlaupur.
Hrafnslaupur, hrafnshreiður.
Strúað, úfið.
Brigði, lítið stykki, klútur.
Rosti, úrgangur silfurbergs.
Gauti, lítill hnykill.
Hamravegur, slæmur vegur.
Kvöldkyja.
Rótarlauf, fíflablöð.
Naumgæfur.
Fara á handlásum.
Vatnsdauður sjór. Sjórinn dó.
Það tekur blóð úr heilu holdi.
Þynur, jaðarband á silungsneti.
Skræður, hamsar.
Buskur, bandhespa eða flækja.
Skilmæli, skilaboð.
Snoppur, smápjötlur, Bóta-
snoppa. i
Prýðisstöng, laglegt stúlkubarn.
Hleyfar, stórar kökur.
Utbæriseyrir, ekki útfalt.
Lúra, smákoli.
Auðnur og frostleysur.
Sandkvika, sandbleyta.
Kani, lítill askur.
Snjallkalt þjelið, ískalt, nýtt
skyr.
Vermisteinn í jörðu á vorin.
Soðkökur, rúgkökudeig, soðið.
Stinga stafni við.
Nálapípa, nálhús.
Græðisveppur, kerlingareldur.
Sjóhús, hjallur.
Fjárból.
Visinn fiskur, síginn fiskur.
Bjórgluggi, stafngluggi.
Fjenál, smábein í leggjarvöðva.
Sinabíldur ,sinin ofan á hryggn-
um.
Vöggumein.
Hugumhorfin, horfin úr huga.
Bogavör, vör um sig.
Allaðeina, alt að einu.
Það er nýlögð tíkin, nýgotin.
Tappur, nautkálfur.
Sandveður, skefur sandinn.
Reiðfat, reiðpils.
Kastpils, skokkur.
Hökukeðja, keðja, beisliskeðja.
Kviðstag, lafagjörð á kvensöðli.
Smálki, magálakæfa.
Ut úr og framúr (áttir).
Dreif hann austur frá?
Þyrringur, kuldasteitingur.
Hann er framstæður (áttir).
Apalgrýti, stórgert hraun.
Dælur, smátjarnir.
Fagrara, fegurra.
Taglmark, taglhvarf.
Grjúpán, bjúga, sperðill.
Útseta, útauki í túni.
Osengi, Osflæði.
Gangknáir, góðir göngumenn.
Taka í, láta í meisa.
Milli tektar og tvítugs.
Hertir vangar, hertir hausar.