Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 135
Hlín
133
að renni langa leið, voru engin ellimörk á henni að finna, þegar
hún hoppaði fram af brúninni með víðsýnið mikla fyrir framan
sig og vissuna um að ná takmarki sinu. — i>Það er svo bágt að
standa í stað“. — Hætti maður að láta andann starfa annað en
að vinna daglegu störfin, þá er það afturför, kyrkingur á þrótti, er
gæti orðið manni sjálfum og öðrum til blessunar, væri hann æfð-
ur og notaður eins og vera ætti. — f»að má samt enginn skilja orð
mín svo, að jeg ætlist til að öll likamsvinna sje lögð til hliðar,
þegar þróttur hans minkar. Hafi maðurinn áður haft ánægju af
vinnunni, hefur hann það vissulega, svo lengi sem hann getur
unnið, en jeg vil ekki að menn harmi það sem sáran missi þó
aldraði maðurinn geti ekki unnið sömu verk og sá ungi, heldur
láti það verða gróður fyrir anda sinn, að annirnar minka. —
Hvernig sem aðstæðurnar eru, getur andinn unnið að fullkomnun
sinni, ef viljinn leggur sitt fram til þess.
Það getur verið, að það sje sannmæli með suma, að „ergist hver
sem hann eldist“, en það ætti ekki svo að vera. Jeg þekki marga
karla og konur, sem einmitt hafa haft stiltari og þýðari lund með
eldri árum, og mjer finst það mjög eðlilegt, þegar maður óum-
flýjanlega nálgast það að skilja við samferðamenn sína, þá vakni
umburðarlyndi og hugsanir eitthvað líkar þessum orðum skálds-
ins: „Húmið nálgast, hallar degi, hjörðin skilja bráðum á, styttist
leiðin, renni reiðin röðli með í djúpan sjá“.
Jeg hef nú gert grein fyrir því hvað jeg vil láta lindina kenna,
og mjer finst einnig hver fossandi smálækur kalla snjöllum rómi:
„Fram, fram, stutt er æfin, langt að læra“. — Mannsandinn þráir
altaf að vita meira, og það er mín örugg trú að: Hinumegin hafs-
ins dauða hámarkið sje fram að sækja, stunda hið fagra meira og
meira máske ýmsar skyldur rækja.
Austfirsk kona.
E R I N D I.
Ef þjer er eitthvað þungt í huga
og þreyta lamar andans flug,
leiðindi aldrei lát þig buga,
lífsgleðin eykst ef sýnir dug.
Hef þá til Drottins hug og mál,
sú hressing aldrei reynist tál.
M. S.