Hlín - 01.01.1944, Page 85
Hlin
83
og soðnar í nr jólk, þótti gott. (Rófur voru ræktaðar rneira
en kartöflur áður fyr).
Skófnaostur. (Af Hjeraði).
Mikið linoss þótti okkur að fá skófnaost. Var tekið það
fínasta af skófunum, er sauðarmjólk var liieypt til skyrs,
og skánirnar ofanaf. (Sauðamjólkin froðaði svo mikið).
Settur hleypir í og seytt við hægan eld, rauðseytt. Borðað
kalt, skorið upp.
Spaðgrautur. (Af Hjeraði).
Um og el'tir rniðja öldina sem leið var meira um spað-
grauta en súpur hjer eystra. Útákastið var rúgmjöl, en
nokkuð notað af heilu bankabyggi með. Skamtaður einn
spaðbiti með mjólk r'itá.
Soðbrauð. (Af Hjeraði).
Ósjaldan var gert soðbrauð hjer áður á Hjeraði. Hnoð-
uð handfylli eins og efni í flatköku, ekki flatt út, en jafn-
an gert gat í miðjuna. — Kökurnar voru soðnar með salt-
kjöti, skamtað með floti og kjötbita, eða þá að soðkök-
urnar voru soðnar í mjólkursáði og gefið smjör með sem
kvöldbiti.
Flautir. (Af Hjeraði).
Tíu lítrar kúamjólk (nýmjólk) er hituð upp í osthita
(á mæli), ein teskeið af hleypi látin í. Síðan er þessu lielt
í 12 lítra kollu (þarf að vera talsvert borð á ílátið). Byrgt
og sett á kaldan stað yfir dægur. Best er að það sje sent
allra kaldast, jafnvel þó votti fyrir frosti á kollunni (það
er varla hægt að búa til flautir á sumrin).
Flautirnar verða því ltetri sem kaldara er. Svo er byrjað
að þeyta með þyrlinum, það smástfgur í kollunni. Maður
þeytir þangað til maður sjer að ekki getur þeyst meira.
Þá er farið að „þjetta flautirnar", þá er þyrlinum haldið
í greip sinni með vinstri hendi við kollubarminn, en
0*