Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 142
140
Hlín
ljettir á fæti og góðir í notkun. — Helgi Sigurgeirsson, bóndi í
Stafni kendi skógerðina.*)
Frá Breiðfirska Sambandinu er skriiað: — Hallfríður Guð-
jónsdóttir frá Garpsdal hefur kent fyrir okkur í vetur við góðan
orðstýr síðan á nýári (4 mán.) í Geiradal, Reykhólasveit og Mið-
dölum (og stúlkum úr Haukadal og Hörðudal).
Handavinnukerii Hallormsstaðaskóla: — 1 saumum: Sokka-
bandabelti (heimaofið), náttkjóll (heimaofið efni), milliskyrta
(heimaofið efni), óhreinataupoki (saumað út í hann), drengja-
buxur (heimaofið efnið), blússa og pils (heimaofið efnið). —
Vandaður kjóll, ef tími Ieyfir.
Veinaður: Ofið í það, sem saumað er.
Handprjón: Barnaföt, leistar, vettlingar (tvíbandaðir), peysa.
Úr Barðastrandarsýslu er skrifað: — Mjer hefur reynst ágæta
vel að prjóna í vjel eingirni og lopa saman, hvort heldur er í nær-
buxur, plögg eða peysur, og jeg geri engan mun á því til slits eða
því, sem er úr bandi. S. H.
Úr Húnavatnssýslu er skrifað: — Það á vel við, að sem flestir
segi frá hirðingu á görðum sínum, og vil jeg ekki láta mitt eftir
liggja og segja frá minni reynslu.
Jeg býst við að fáir hafi jafnlítið fyrir arfanum og jeg. — Aður
en arfinn blómstrar, fer jeg eina ferð um garðinn, tek hverja arfa-
plöntu upp með rótum, eftir því sem jeg get, sömuleiðis ef arfi
er kringum garðinn, og líkur eru til að frá honum geti borist fræ í
garðinn. Ber svo arfann burt frá garðinum, svo frá honum geti
ekki stafað hætta. — Sje útlendur áburður borinn í garðinn eða
tað frá kindum, sem ekki er gefin taða arfablönduð, er með þessu
móti mjög lítið verk að hafa garðana arfalausa.
Þyrfti jeg að taka við garði, sem er orðinn löðrandi í arfa,
myndi jeg ekki hika við að tína allan arfann og bera í burtu, en
það er mjög mikið verk fyrsta árið, lítið verk næsta ár, en úr því
varla teljandi sem vinna, ef nógu mikil vandvirkni er við höfð. —
Það dugar ekki að treysta því, þó enginn arfi sjáist, þegar horft
*) í Stafni búa 5 bræður, alt giftir menn. Þeir eru búnir að
rækta mikið og byggja upp, tveir hafa reist nýbýli. Tveir hafa
verið við skinnhúfugerð, einn við bókband, einn með dráttarvjel.
— Bræðurnir eru þarna fæddir og uppaldir, voru 8 synir, en eng-
in dóttir. — Sagt var að móðir þeirra, Kristín Pjetursdóttir, hafi
aldrei haft vinnukonu.