Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 67
Híín
65
skemmist ekki. Það er heilsuvernd að hirða vel líkama
sinn og ganga í hentugum fötum, einkum til vinnu, og
klæðast eftir veðurfari. Það er heilsuvernd að bæta híbýli
sín og Jjrífa [jau vel innanhúss sem utan, og að leyfa úti-
loftinu inngang í herbergi Iiússins.
Það er heilsuvernd að vera úti stundarkorn dag hvern.
Það er ekki síst heilsuvernd að koma börnunum burt úr
ikaupstaðarykinu til sumardvalar í sveit eða á barnaheim-
ili — svo að fátt eitt sje talið.
Segja má, að á hverri stundu dagsins vinnum við ann-
aðhvort að eða gegn heilsuvernd okkar og annara, og auð-
vitað er okkur skylt að styðja liana eftir mætti.
Auk Jiessa daglegu og hversdagslegu, en þó mjög mik-
ilvægu Jrátta í heilsuverndinni, eru svo enn aðrir, svo sem
hverskonar líkamsrækt — íjrróttir og útilíf, — sem miða
að Jjví að herða og þjálfa líkamann og gera hann sem
óháðastan sjúkdómum, gera hann Jrað, sem hann á að
verða: reglulegur bústaður göfgrar sálar.
Heilsuvernd okkar íslendinga er mjög ábótavant og í
sumum greinum svo, að til vansa er.
Hlutverk Jressa fundar — okkar kvennanna — er að lit-
ast um eftir færum leiðum í áttina að settu marki.
Heilbrigði, heilsuvernd og þrifnaður er m. a. Jiað, sem
menningarástand einnar þjóðar, já jafnvel sveitar eða
heimilis, er mælt eftir.
Við íslendingar stöndum framarlega á sviði bókmenta,
en miður á ýmsum öðrum, og þar hygg jeg, að þrifnaður
okkar sje mjög aftarlega í flokki. — En stór orð og ásak-
anir gagna ekki hót, það eru framkvæmdir, sem með
þarf, sameinaður vilji allra kvenna til að hrinda af sjer
skömminni.
Nú Jrarf ekki að taka fram, að mikill hluti þjóðarinn-
ar rækir alrnent hreinlæti vel og margir óaðfinnanlega.
„Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, heldur hinir sjúku“.
— Þeir, sem vanrækja hreinlæti, eru í raun og veru með
5