Hlín - 01.01.1944, Síða 111
Hlín
109
lengi, og að nemendurnir eiga sjálfir í'rumkvæðið að hon-
um.
Það sýnir sig lijer eins og æfinlega og allsstaðar, að bún-
iugarnir fara íslensknm stúlkurn, yngri sem eldri, prýði-
lega vel.
Hin síðari ár hafa nemendur Verslunarskólans einnig
tekið upp siðinn nteð „íslenska daginn“ einu sinni á vetr-
inum.*)
H. B.
flutt t afmœlisfagnaði Halldóru Bjarnadóttur
14. október 1943.
Góðu konur!
Jeg þakka ykkur hjartanlega allar góðar óskir og alt
fallegt og gott, sem þið hafið sagt við mig og um mig hjer
í kvöld, og svo allar góðu gjafirnar.
Þó jeg væri nú reyndar upphaflega á móti Jrví, að gert
væri nokkurt stáss af nijer á þessum degi, Jrví Jtað hefur
aldrei verið haldið upp á afmælið mitt, ekki einu sinni
þegar jeg var barn, þá vildi jeg Jaó ekki alveg setja mig á
ntóti því, sjerstaklega af því að Samband norðlenskra
kvenna gekst fyrir þessu, en Jiað er óskabarn mitt. Og svo
var það náttúrlega ákaflega gaman að fá að sjá ykkur svo
margar samankomnar og mega vera með ykkur eina
kvöldstund. — Já, Samband norðlenskra kvenna er á kom-
anda ári 30 ára gamalt, og það er sjerstaklega ánægjulegt
að geta þá einmitt haft fundinn hjer á Akureyri, þar sem
*) Ljósmyndarinn Mr. Jarche, sem hjer var uppi s.l. vetur, ljet
svo ummælt: „Ef jeg mætti einhverju ráða hjer, myndi jeg lög-
bjóða, að allar stúlkur gengju í íslenskum búningi." — Svona líta
margir útlendingar á málið.