Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 141
Hlín
139
éri eru í smáum stíl, og þaS eru litlar líkur til að heimilisiðnaður-
inn blómgist hjer á þessu ári. Hann getur alls ekki kept við þær
kaupgreiðslur, sem nú eru heimtaðar (3.30 um tímann), og meðan
þetta æði líður hjá, sje jeg ekki annað en við verðum alveg að
draga okkur í hlje. En við ætlum ekki að leggja árar í bát, nei,
bara bíða meðan óveðrið stendur yfir. Vinnum í kyrþey. B.
Búnaðarsamband ST-Þingeyinga gekst fyrir og kostaði fyrir
nokkrum órum námsskeið í aktygjagerð og viðgerðum. Kennari
var Helgi í Stafni. Námsskeiðið var haldið á Breiðumýri. Síðan
þetta námsskeið var haldið, hafa nokkrir menn stundað viðgerð
og smíði á aktygjum og reiðverum, farið um sveitirnar og unnið
að þessu verki fyrir bændur. Hefur þetta komið sjer mjög vel.
/ Ólafsiirði var haldið saumanámsskeið haustið 1943, voru þátt-
takendur um 50. Samband eyfirskra kvenna útvegaði kennarann.
Ólafsfjarðarfjelagið er í sambandinu.
Kvenfjelag Hríseyjar hafði mánaðar saumanámsskeið fyrir jól-
in 1943. 24 konur nutu kenslunnar. Kenslan var 'v þrem flokkum
dag hvern.
Kventjelaéið „Hjálpirí1 í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði verður
30 ára 25. okt. í haust. — Árin 1916—1930 hafði fjelagið í þjón-
ustu sinni stúlkur, er lært höfðu til hjúkrunarstarfa og hjálpar-
stúlkur til heimilisstarfa, þegar ekki var völ á hjúkrunarkonu. —
Síðastliðin 14 ár hefir fjelagið notið aðstoðar hjúkrunar- og hjálp-
arkvenna, þau ár, sem Hjeraðssamband eyfirskra kvenna hefir
haft ráðnar stúlkur til þess starfs. — Sjúkrastyrki hefur fjelagið
greitt til fátækra flest starfsárin.
/ Rangátvallasýslu eru víða til hellur stórar, sem eru vel til þess
fallnar að þekja hús með, eru þessi helluþök notuð á hjalla, hlöð-
ur, fjós og hesthús. Tyrft yfir. Þykir reynast vel.
Frá Eskifirði er skrifað vorið 1944: — Hjer var haldið náms-
skeið í karlmannafatasaum af einni kvenfjelagskonu, Ólöfu Bald-
vinsdóttur, (nú 71 árs). 10 konur fengu tilsögn í fjórar vikur og
voru saumuð 12 „sett“ fermingarföt og karlmannsföt, þar að auki
peysufatakápur, frakkaföt og frakkar á drengi. Námsmeyjarnar
voru ekki neinir unglingar, sú yngsta var 31 árs og sú elsta 69
óra, og saumaði hún peysufatakápu mjög fallega.
Skólarnir á Laugum í Reykjadal höfðu báðir námsskeið í skó-
gerð á s.l. vetri og voru mest saumaðir bandaskór, sem þykja bæði