Hlín - 01.01.1944, Side 107
Hlín
105
hún, „en alt er það komið í öfgar. Hugsa sjer það stjórn-
arfar í voru landi, að jafntímis, sem þeir veita vínflóðinu
yfir landið, stofna þeir drykkjumannahæli til að hýsa
þessa vesalinga þjóðí jelagsins. — Við verðum að vona, að
foreldrar og kennarar þessa Iands beri gæfu til að ala upp
æsku með skarpa dómgreind og næma fegurðarþrá, þá
verður þjóðin siðfáguð í daglegri umgengni, orðum, at-
höfnuin og skemtunum. — Það er hin Guði vígða ósk
allra foreldra að geta afhent föðurlandinu hrausta, sterka
og siðfágaða æsku, sem ekki vill vamm sitt vita í neinu,
æsku, sem hefur svo næmt eyra, að hún þolir ekki að
heyra útlendum málleysum blandað í sitt göfuga móður-
mál, svo glögt auga að taka hraustlegt yfirbragð lieil-
brigðrar æsku fram yfir útlenda brúnamálningu og
varafarða".
„Þar er jeg svo hjartanlega sammála", sagði jeg„ því
meiri kröfur verðum við að gera, sem skyldurnar verða
þyngri. — Og nú er það sjálfstæðismálið, senr er á allra
vörum, hvað segir þú um það?“ — „Mjer finst nú ekki
nema eitt um það að segja“, ansaði hún. „Jeg get varla
hugsað mjer svo vesalt gamalmenni, að það fyllisl ekki
eldmóði við þá hugsun eina að sjá loksins okkar elskuðu
fósturjörð varpa af sjer öllum lrlekkjum í fullri vináttu
og skilningi við sanrbandsþjóð okkar og allan lreinrinn.
Það verður dýrasti arfurinn, senr fellur í lrlut ungu kyn-
slóðarinnar að taka við því og varðveita“.
Vinkona nrín var nú búin að fella af leistinn sinn og
bandið mitt var búið, kaffið löngu drukkið af könnunni
og eldurinn dauður. Nóttin þandi dökka vængi yfir
láð og lög og lukti alt í rökkurfaðmi sínunr. Hún andaði
friði og ró inn í sálir okkar. Svefninn nálgaðist, nrildur
og vær, eins og lrann kemur til þeirra, sem þó, þrátt fyrir
alt, eru í sátt við alt og alla.
Góða nóttl