Hlín - 01.01.1960, Page 143

Hlín - 01.01.1960, Page 143
Hlin 141 ágæt hjer, skepnuhöld góð og lítill snjór, ekki þarf að gefa sauð- fje hjer nema hálfa gjöf, útbeit er hjer ágæt. Nú þegar birtir betur ætla jeg að setja upp í vefstólinn minn og vefa, tvist í tvist. Aí Tjörnesi er skrifað haustið 1959: — Mjer kemur alt í einu til hugar, að þú hefðir kannske gaman af að frjetta, að hjer í sveit- inni var stofnað kvenfjelag í haust. A Tjörnesi var eitt sinn starf- andi kvenfjelag um nokkurt árabil, en það eru mörg ár síðan það lagðist niður, svo þetta má kallast nýmæli hjer. — Ekki hef jeg nú tekið þátt í þessum fjelagsskap ennþá og get því fátt frá hon- um sagt, en mjer finst samt, að þetta muni stefna í rjetta átt, og vildi gjarnan, að hið nýja fjelag mætti dafna sem best. Úr Reykjavík er skrifað um nýár 1960: — Það var mikill bjarmi yfir bænum upp úr kl. 11 á Gamalárskvöld, enda voru að sögn 70 brennur í bænum, likast því sem borgin stæði í björtu báli. — Jeg get ímyndað mjer að Kjalnesingum hafi sýnst svo, þegar þeir horfðu þetta kvöld til „Sódóma og Gómorra“, eða ímynd þeirra borga beggja í hugum margra sveitamanna! Brennurnar voru myndarlegar og alt fór vel fram. — Brennurn- ar safna saman fólki. — Miðbærinn, þar sem hættan er altaf mest, fríaðist. Af Hólsfjöllum er skrifað veturinn 1960: — Veturinn líður óð- ar en varir, það er nóg að starfa og dálítið hægt að skemta sjer líka. Við höfum getað farið á bílum milli bæja hjer á Fjöllunum i allan vetur. Pósturinn okkar fer vikulega milli Möðrudals og Reykjahlíðar, og hefur altaf farið þá leið á bíl í allan vetur. — Það er verið að smábæta við upphlöðnu vegina, þó hægt gangi það. Úr Laugardal í Árnessýslu er skrifað veturinn 1960: — Gaman þótti mjer að sjá í Hlín 41. árg. frásögu Lilju Sigurðardóttur á Víðivöllum um tjaldbúðina á Þingvöllum, þvi umrætt vor (1930) var jeg, ásamt, að mig minnir, 10 öðrum unglingsstúlkum, á garð- yrkjunámskeiði hjá henni á Viðivöllum. Þar var gott og gaman að vera. Úr Strandasýslu er skrifað veturinn 1960: — Við erum 11 í kvenfjelaginu hjerna .— Við erum búnar að stofna hjá okkur sauma- eða skemtiklúbb og förum þé á bæina á víxl, því engin vill missa af því að fá konurnar til sín. — Okkur finst gaman að koma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.