Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 21

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 21
19 fræðslu á sinn hátt, og þannig áþreifanlegar enn i mörgum öðrum greinum. Einn af aðalókostum barnafræðslu vorrar er sá, að börnin eru pind til þess, að læra svona langt mál, eins og kverið er, alveg utanbókar. Það er engin smáræðis áreynsla og kvalræði fyrir börn að læra þetta mál utanbóltar, þó að ekki sé meira. Balles kver er svo lagað, að höfuðatriðisgreinarnar, sem eiga að vera, eru með stærra stíl, enn auknar skýringar eru í smærri athugagreinum. Þannig ætti kverin að vera, að höfuðatriðin væri stutt, og lærð utanbókar, enn svo væru skýringar með lengri orð- um, sem börnin ætti að kynna sér, og lesa svo, að þau gæti svarað spurningum út úr þeim, án þess að læra þær orðrétt. Kver sira Helga er alt öðruvisi; þar eru bæði smærri og stærri lærdómar settir fram í jöfnum atriðisgreinum. Þegar börnin eru búin að hafa sig í gegnum það, að læra alt kverið utanbókar, þá er farið að spyrja þau út úr. Spurningar prestanna, og ann- ara, sem við það fást, eru vafalaust það bezta í barnafræðslunni, ef svo er spurt, að verulega sé gagn að. Með því eru börnin leidd, ef svo má að orði kveða, innan um völundarhús kversins, og lær- dómarnir útskýrðir. Og mörg munu þau börn vera, sem geyma í hjörtum sínum nokkura neista af trú- arlegu lífi frá þeim tímum, er þau nutu leiðbeining- ar i barnaspurningartímunum. Það er þvi vafalaust einhver mesti vandinn, sem prestsembættinu fylgir, að spyrja börnin út úr kverinu, og undirbúa þau undir fermingu. Það er einkum þrent, sem verðr að heimta af þeim, sem heita vill góðr barnafræðari: að hann 2+

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.