Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 22

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 22
20 skilji vel það, sem hann á að fræða í, að hann hafi trú og hjarta fyrir það sjálfur, og að honum veiti létt að koma fyrir sig orði til þess, að útskýra sem auðveldast og skiljanlegast fyrir börnunum in helgu sannindi. Um fyrsta atriðið er það alkunnugt, að enginn er fær um að veita tilsögn í því, sem hann ekki kann eða skilr vel í; þekking hans er þá oft- ast fólgin í lærðum klausum eða setningum, sem hann er ekki fær um að setja fram með öðrum orð- um, eða á ljósan og skiljanlegan hátt. Um annað atriðið er það áreiðanlegt, að fræðsla og leiðbeinandi orð geta ekki orðið lifandi, ef ekki fylgir trú og sannfæring með þeim, til þess að bera þau fram með. Trú og sannfæring á sínum eigin orðum er það eitt, sem gefr þeim líf frá hjartans eigin djúpi, og greiðir þeim veg til annara hjartna. Það er reyndar hægt að tala fallega, ef gáfur og gott tungu- tak er með, þó að engi trú fylgi með á málefninu; enn það verða aldrei hjartans orð, aldrei orð, sem leita lengra enn til eyrna og aðdáunar tilheyrend- anna. Þau komast ekki inn til hjartans, af því að þau koma ekki þaðan. Ef þessi tvö undangengnu skilyrði eru fyrir hendi, þá er ekki svo hætt við, að barnafræðarann skorti orð eða lægni til þess, að gera sig skiljanlegan, og geta hagað svo orðum sín- um og skýringum, að þau nái til skilnings og hjartna barnanna, svo framarlega sem umtalsefnið sé svo, að von sé til að nokkur maðr eða nokkurt barn ;geti skilið agnarögn í því. Enn svo, þegar fræðarinn fer að spyrja börnin, eru ýmis atriði, sem hann verðr vel að athuga, enda þótt hann verði í því efni að nokkuru leyti að fara eftir aldri, greind og skilningsþroska barnanna.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.