Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 24

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 24
22 því, sem gert liafi verið; enn bezt skilst þeim það, ef það er sett i samband við eitthvert atvik í lífinu, sem maðr helzt segir um: Það vildi eg, að eg hefði aldrei gert þetta. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að fræðarinn verðr alvarlega að varast það að koma þannig sjálfr fram, eða haga spurningum svo, að það geti orðið til þess að börnunum stökkvi bros. Við það missir umtalsefnið alla helgi sína í þeirra augum, að minnsta kosti um stund. Sjálfsagt er, að fræðarinn segi börnunum einnig utan spurninga allt það, sem getr orðið efninu til skýringar, og tali um það við börnin. Er þá rétt að liann spyrji þau útúr því á eptir, til þess að hann geti vitað, hvort þau taka eftir þvi, sem hann segir þeim. Flestir prestar og barnafræðendr hér á landi munu spyrja eitt og eitt barn í einu. Sumir barna- fræðendr eru á því, að spyrja þau heldr öll í einu, og iáta hvert svara sem getr. Enn líklegast erþað réttasta f því efni, að binda sig hvorugu fast, þann- ig, að spyrja að jafnaði eitt og eitt, enn stundum allan hópinn, eða þá eitt og eitt barn úr honum að einstökum spurningum. Það venr börnin við að taka eftir og hafa hugann við það, sem um er verið að tala. Svo gerir það líka spurningatímana að eins- konar lifanda samtali, enn það eiga þeir vafalaust að vera. V. Eg liefi áðr tekið það fram, hvé ónógt og ófull- nægjandi dogmatiska kerfið sé til þess, að hafa það að undirstöðu fyrir barnafræðslu, og sýnt það, að

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.