Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 43

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 43
41 ræður kennarinn því líka, hvaða kennslubækur brúk- aðar eru við skólann, og er það afleitt fyrirkomu- lag, því sjaldan er sami kennarinn við sama skól- ann nema eitt kennslubil, í mesta lagi árið; og þeg- ar nýr kennari kemur, er skipt um bækur aptur, eða sumir skipta um bækur, en aðrir fást kannske ekki til þess. Arangurinn af þessum bókaruglingi. er að eins aukakostnaður fyrir börnin, og sá, að tvær eða fleiri kennslubækur í sömu grein eru brúk- aðar í senn á sama skólanum, en það gerir ekki annað en auka kennaranum starf- og standa nem- endunum fyrir framförum. Sá, sem þetta ritar, tók nýlega skóla, sem hann hafði haldið fyrir fjórum árum. Þegar hann þá fór frá lionum, var að eins. ein bókategund í öllum námsgreinum brúkuð við skólann, en þegar hann tók skólann aptur eptir fjögur ár, komu börnin með fjórar kennslubókateg- undir í sumum greinum, og í öllum námsgreinum hafði eitthvað verið breytfc til. A þessum breyting- um er engin nauðsyn, því allar kennslubækurnar eru ágætlega samdar af frægum kennurum, og iitlu munar um verð á þeim. Barnið byrjar nám sitt í þessum skólum á þvf. að læra að lesa, læra að skrifa og læra að telja. Hljóðkennsluaðferðin er víðast livar búin að ryðja sjer til rúms. Barninu er kennt það, að talaða orð- ið sje mvndað af einu eða fleiri hljóðum. Fyrst er þess vandlega gætt, að barnið liafi glöggva hugmynd um það, livað það sje, sem er kallað liljóð. Það er aðalregla Ameríkumanna með alla kennslu, að gefa, nemendunum sem allra ljósasta hugmynd um það,„ sem verið er að kenna honum, þegar í byrjuninni. Svo er tekið fyrir eitthvert auðvelt orð, nafn á ein- L

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.