Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 44

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 44
42 hverjum hlut, sem börnin þekkja, til dæmis orðið ■cat (köttur), og er þvi þá kennt að aðgreina þau þrjú hljóð, sem mynda það orð, og svo sýnir kenn- arinn barninu orðið í bókinni, og kennir því, að mörkin, sem það sjer í bókinni, heiti stafir, og að þessir stafir tákni eitt eða fleiri viss hljóð. Þvínæst •eru barninu kennd nokkur fleiri orð á sama hátt. Því næst er því sýnt orð, sem eru myndað af sömu hljóðum og það hefur þegar lært, en i annari röð, ■og það látið sjálft staf'a þau eptir hljóði og látið kveða að þeim. Þegar það hefur lært að lesa nokk- ur eins atkvæðis orð, er því sýnt tveggja atkvæða •orð, og því gert skiljanlegt, hvað það er, sem sje kallað atkvæöi. Um leið er barninu kennt, að í orð- um, sem eru tvö eða fleiri atkvæði, liggur jafnan mest áherzla á einhverju einu atkvæðinu. Er þá barnið látið nefna nokkra hluti, sem nefndir eru með tveggja eða fleiri atkvæða orðum og skrifar eða prent- ar kennarinn þau á veggtöfluna, eða lætur barnið gera það, ef það getur myndað stafina, og lætur barnið svo merkja áherzluna. Jafnframt þessu er •barninu kennt hvað stafirnir heita, en fyrst eptir að það er orðið nokkuð lesandi, lærir það stafrofíð í röð utanbókar. Því næst lærir barnið, að eins og atkvæðin, sem eitt orð samanstendur af, verði að les- ast í einu, og ekki megi slíta orðið sundur, með því að nefna eitt atkvæði, og stanza svo og nefna ann- að o. s. frv., svo verði og að lesa orðin, sem myndi ^setninguna, í einni lieild, og ekki slíta þau hvert frá •öðru. Og eins og áherzlan liggi á einu atkvæðinu í orðinu, svo liggi áherzlan í setningunni á einu eða fleiri orðum. Jafnframt er barninu kennt, að þau >orð, sem innibindi heila hugsun, myndi til samans

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.