Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 46

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 46
44 sje aðferðin kölluð samlagning. Nú lætur kennar- inn barnið taka tvo hiuti, og aptur tvo hluti, og enn aptur tvo hluti. Kennarinn spyr svo barnið, hvað> það haíi nú opt tekið tvo hluti. Barnið svarar — »þrisvar« eða »þrisvar sinnum«. Þvínæster barnið' spurt, hvað margir sjeu þrisvar sinnum tveir. Barn- ið sjer, hvað það hefur tekið marga hluti, og svarar,. að »þrisvar sinnum tveir sjeu sex». Nú er barninu; sagt, að þegar sama talan sje tekin tvisvar sinnum eða optar, og sameinuð í eina tölu, sje aðferðin köll- uð margföldun. A sama hátt lærir barnið, að marg- földun er að eins samiagning, að til dæmis 2X2 er það sama sem 2-}-2-f-2, og að í margföldun sje allt af sömu tölunni bætt við sjálfa sig. Á likan hátt er barninu kennt að draga frá og deila, nema hvað aðferðinni er auðvitað liagað eptir því, hvað kennt er* Skrift er byrjað að kenna þannig, að barnið lærir að mynda fyrst einföldustu drættina, sem staf- irnir standa saman af, en byrjar ekki á stöfunum, sjálfum. Eptir nokkurar æflngar í þessu er það látið sameina drættina, eða látið mynda tvo eða fleiri drætti, án þess að taka pennann upp, og svo er það látið mynda staflna sjálfa; fyrst hina auðveldustu, til dæmis i, u, n, m, o. s. frv. Kennarar gefa sjald- an forskriftir sjálfir, heldur læra börnin að skrifa, á forskriptarbækur, sem til þess eru gefnar út. Þetta er sett hjer sem sýnishorn af kennsluað- ferð þeirri, sem brúkuð er í skólum hjer, við börn sem eru að byrja. Auðvitað hagar kennarinn að- ferð sinni eptir skilningsþroska nemendans. Höfuð- atriðið er að láta barnið skilja til fulls, allt sem það nemur. Að þessum skólum eiga börn frían aðgang, frá

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.