Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 64

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 64
62 jegvarið til að bæta skólana; það gjörði jeg af því, að mig langaði til að leiða skólalýðinn af þeim glap- stigum, er hann gengur á. Bókasafn mitt skal vera bókanna bók, heimspeki mín sú, að jeg með Davíð. slcoði himininn og guðs verk, og undrist, að drottinn svo mikilla hluta lítur til mín, ormsins í duptinu. Læknisfræðisþekking mín skal koma fram í hófsemi, lögfræði mín 1 því, að gjöra öðrurn það, sem jeg vil,. að þeir gjöri mjer. Sje jeg spurður um guðfræði mína, þá mun jeg eins og Tómas Akvinas taka, biflíunaog segjameð hjarta og munni: Jeg trúi því, sem skrifað er í þessari bók. 011 æfi min hefur verið pilagrímsför; ættjarðar hef jeg ekki fengið að 'njóta., Jeg hef orðið að flytja stað úr stað; fastan hústað hef jegekki átt; en nú sje jeg himneska föðurlandið í nánd. Fram í andlát .var Comeníus sístarfandi að því, að reyna að bæta hag manna. Ilann hafði áður komið þvi til vegar, að biflían var prentuð á máli Bæheimsbúa og Pólverja, og nú seinustu árin vann hann að því, að henni yrði snúið á tyrknesku og trúboð haflð meðal múhameðstrúarmanna. Eigi Ijet harin heldur af því, að vinna að alfræði sinni, en eigi fjekk hann lokiðviðhana fyrir andlát sitt. Iíann ljezt i Amsterdam 15. nóvember 1671. Stefna sú, er Comeníus tók í málfræðisritum, sú stefna, að minnka málfræðisnámið, en tengja sam- an gagnfræðanám og málnám, er að vísu svo merki- leg eins og hann setur hana fram, að hún ein mundi . hafa nægt, ,til að skipa honum á bekk meðal uppeldis- fræðinga. En einkum er það þó kennslufræðin mikla,.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.