Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 71

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 71
69 sambúð fyrir nemendur eða samneytni má hvorki vera í skólanum nje utan hans. Hvernig á kennsla að vera auðveld og skemmti- leg? Viðvíkjandi þvi gefur Comeníus þessar reglur: 1. Náttúran byrjar á, að greina frá allt óviðlcom- andi. Fuglinn ungar að eins út nýjum eggjum. Menn gróðursetja helzt ung t.rje, og sjeu þau orðin vaxin, þá skera þeir greinir þeirra og kvisti. Snemma á lfka að byrja að mennta barnið. Um fram allt riður á, að það venjist á hlýðni við kennarann. 2. Náttúran býr efnið þannig undir, að það leitast við að ná sinni álcveðnu mynd, og ákvörðun.. Fuglsunginn gleðst í hreiðri sínu, laus úr skurn- inu, og unun hans er, að æfa sig og fullkomna.. Illa sjá þeir foreldrar fyrir börnum sínum, sem knýja þau til að læra. Námskappið er undir viljanum komið, og er ekki hægt að vekja það' með kúgun. Því ríður á, að vekja námfýsi hjá börnunum. Það eiga foreldrar og kennarar að' gjöra, og gjöra það með ástúð og uppörvunum. Skólastofan á að vera skemmtileg og prýdd alls konar kennsluáhöldum. Úti fyrir þarf að vera leiksvæði. Námsgreinarnar þurfa að vera sam- svarandi aldri og skilningi nemanda. Kennslu- aðferðin þarf að vera eðlileg, því að það, sem eðlilegt er, gengur sjálfkrafa. Það þarf ekkiað liafa mikið fyrir, að láta vatnið renna ofan brekkurnar nje fuglinn fljúga út úr búrinu, þeg- ar það er opnað. Kennsluaðferðin á að fyrirbyggja leti við nám,

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.