Búnaðarrit - 01.06.1970, Side 17
AFK VÆ MASÝNINGAR Á SAUÖFÉ
391
ViS fjár/iús aS GeitagerSi í Fljótsdal í október 1969.
Ljósm.: Arni G. Pétursson.
flest hreinhvít, frökk og liörkuleg, með sterka fætur og
góða fótstöðu, þroskamikil, með sterkt, holdgróið hak,
og ágætar malir og lærahold, en sum aðeins skörðótt
aftan við hóga, ærnar frjósamar og virðast afurðasælar,
tvílembur skila um og yfir 30 kg af kjöti, 1968 gáfu 10
dætur 2 v., 17 lömb eða 23.6 kg af kjöti eftir ána, 1969
gáfu 10 dætur 3 v., 19 lömb eða 27.6 kg eftir ána. Full-
orðnu ærnar voru allar utan ein á sýningardag í Rana,
Snær er vel gerður I. verðlauna hrútur, Busi hlaut I.
verðlaun A á liéraðssýningu, hinir veturgömlu synirnir
álitlegir I. verðlauna lirútar, gimhrarlömbin þroskamikil
og fögur ærefni, tvö lirútlömbin góð lirútsefni.
Sindri 134 hlaut I. verðlatm fyrir afkvœmi.
C. Flóki er ættaður frá Reyðará í Lóni, f. Flóki 50, er
lilaut 1. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 1965, sjá 79. árg.,
bls 447, m. Dísa 800. Afkvæmin, er fylgdu, voru öll eign
Cuttorms V. Þormars í Geitagerði, sem átti Flóka um 4
ára bil, en á sýningardag var Flóki aftur orðinn eign