Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 38
Héraðssýningar á sauðfé 1969
Héraðssýning í Norður-Þingeyjarsýslu
Eftir Grírn B. Jónsson
Þann 7. septemher 1969 gekkst Búnaðarsamband Norður-
Þingeyinga fyrir fyrstu héraðssýningu á hrútum, sem
lialdin liefur verið á sambandssvæðinu.
Sauðfjárveikivarnir takmarka flutning fjár milli
hreppa og ákveðinna svæða sýslunnar. Þess liefur því
ekki verið kostur að stefna saman á einn stað fjárhóp
til sýninga af heildarsvæðinu, en með sérstöku leyfi
fékkst að halda liéraðssýningu á lirútum árið 1969
austan Jökulsár. Kelduneshreppur var því litilokaður
frá þátltöku.
Héraðssýningin fór fram á Leifsstöðum í Öxarfirði,
strax að afloknum hreppasýningum, en þær fóru fram
óvenju snemma eða í fyrstu viku september. Mun það
liafa komið niður á vænleika hrútanna, þar sem þeir
voru ekki komnir í eðlileg hausthold, trúlega vegna þess
að seint voraði og hrútum því óvíða gefið fram á græn
grös og margir þeirra á lélegu landi í girðingarhólfum
fram að sýningum. Eftir sýningar fengu hrútarnir aðgang
að túnunum fram til 15.—20. okt., og þyngdust þeir þá
víða um 10—15 kg.
Dómnefnd sýningarinnar skipuðu: Árni G. Pétursson,
sauðfjárræktarráðunautur, Grímur B. Jónsson, héraðs-
ráðunautur og Sigurður Jónsson, bóndi í Garði, Keldu-
liverfi. Þórarinn Haraldsson, formaður B.S.N.Þ., setti
sýninguna og Árni G. Pétursson hélt ræðu og lýsti dóm-
um.