Búnaðarrit - 01.06.1970, Side 42
416
BUNAÐAKRIT
Héraðssýning í Múlasýslum
Eftir Pál Sigbjörnsson
Dagana 18. og 19. október 1969 var aS tilhlutan Búnaðar-
sambands Austurlands haldin héraðssýning á sauðfé á
Egilsstöðum.
Til sýningarinnar komu 68 hrútar, auk þess 4 afkvæma-
hópar 3 með hrútum og 1 með á. Þá voru sýndar nokkrar
kindur vegna sérstæðs útlits í lit og fleira til gamans og
fróðleiks.
Sýningargripirnir voru valdir á hrúta- og afkvæma-
sýningum, sem haldnar voru fyrr um haustið. Mátti
koma með til sýningar einn hrút fyrir hverjar 1350
vetrarfóðraðar kindur úr sveit. Alls komu sýndar kindur
úr 17 hreppum af 24, sem að sýningunni slóðu.
Dómarar á sýningunni voru: Ámi G. Pétursson, sauð-
fjárræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands, Egill Jóns-
son, ráðunautur A.-Skaft. og Sigfús Þorsteinsson, ráðu-
nautur, Egilsstöðum.
Sýningin fór fram í skálum Kaupfélags Héraðsbúa.
Húsplássið var í minnsta lagi og erfið aðstaða til að
sýna áhorfendum einstakar kindur, þegar dómum var
lýst. Hrútamir voru bundnir við rár og raðað saman
eftir sveitum. Var spjald hengt upp hjá hverjum hrút,
sem sýndi nafn hans, eiganda, ætt og helztu mál. Þá
var festur silkiborði í livem hrút. Litur borðans og áletr-
un sýndu, hvaða verðlaunaflokk brúturinn bafði verið
settur í.
Komið var með sýningargripina til sýningar upp úr
liádegi laugardaginn 18. okt. Dómnefnd starfaði síðari
hluta dags. Sýningin var svo opnuð fyrir almenning kl.
3.00 e. h. sunnudaginn 19. október.
Formaður Búnaðarsambands Austurlands, Snæþór Sig-
urbjörnsson, opnaði sýninguna með stuttri ræðu, síðan