Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 46
420 BÚNAÐARItlT
dal o" Vopnafirði hafi lítið gefið Jökuldalslirúliinuni
eftir.
Þá voru veitt verðlaun fyrir ullarbezta lirút sýningar-
innar, voru það aukaverðlaun, kr. 1.000,00 frá Bsb. Aust-
urlands og kuldaúlpa eftir vali frá Kaupfélagi Héraðs-
búa. Erlingur Pálsson, Refsstað, hlaut þessi verðlaun
fyrir hrútinn Bjart, þann sama og talinn var annar hezti
lirútur sýningarinnar.
Veðurfar var liagstætt dagana fyrir sýninguna og meðan
á lienni stóð. Gestir, sem sóttu sýninguna, voru 150—200
þar á meðal nokkrir Austur-Skaftfellingar.
t ágúst 1970.
Héráössýning í Austur-Skaftafellssýslu
Ejtir Egil Jónsson og Stefán ASalsteinsson
Að afloknum hreppasýningum á sauðfé í Austur-Skafta-
fellssýslu liaustið 1969 var efnt til héraðssýningar á sauð-
fé. Undirbúning og framkvæmd sýningarinnar annaðist
Sauðfjárræktarsamband A.-Skaft. í samvinnu við Bún-
aðarsambandið og Búnaðarfélag Islands. Þessi liéraðssýn-
ing var liin þriðja, er efnt hefur verið til í A.-Skaftafells-
sýslu.
1 fyrsta skipti náði nú sýningarsvæðið yfir alla sýsluna,
þar sem Oræfingar voru nú þátttakendur, en samgöngu-
erfiðleikar liafa útilokað Öræfinga frá þátttöku í héraðs-
sýningum fram að þessu. Sýningarstaðir voru þrír, þ. e.
Akurnes fyrir hreppana austan Homafjarðarfljóta, Við-
borðssel fyrir Mýra- og Borgarhafnarhreppa og hrútar
úr Öræfum voru dæmdir við sæluhúsið á Breiðumerkur-
sandi. Við slíka skijitingu verður sýningarlialdið svip-
minna og dómarastörf vandasamari en ella, um slíkt
þýðir ]»ó ekki að fást, þar sem reglur um sauðfjárvarnir